På torsdag

 

Hitt og þetta

Egill
Ingólfur
Saga

MyndirSkemmtilegt dótarí
Listed on BlogShares


Í gamla daga
03/30/2003 - 04/06/2003 04/06/2003 - 04/13/2003 04/13/2003 - 04/20/2003 04/20/2003 - 04/27/2003 04/27/2003 - 05/04/2003 05/04/2003 - 05/11/2003 05/11/2003 - 05/18/2003 05/18/2003 - 05/25/2003 05/25/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 06/08/2003 06/08/2003 - 06/15/2003 06/15/2003 - 06/22/2003 06/22/2003 - 06/29/2003 06/29/2003 - 07/06/2003 07/06/2003 - 07/13/2003 07/13/2003 - 07/20/2003 07/20/2003 - 07/27/2003 07/27/2003 - 08/03/2003 08/10/2003 - 08/17/2003 08/17/2003 - 08/24/2003 08/24/2003 - 08/31/2003 08/31/2003 - 09/07/2003 09/07/2003 - 09/14/2003 09/21/2003 - 09/28/2003 10/05/2003 - 10/12/2003 10/12/2003 - 10/19/2003 10/19/2003 - 10/26/2003 10/26/2003 - 11/02/2003 11/02/2003 - 11/09/2003 11/09/2003 - 11/16/2003 11/16/2003 - 11/23/2003 11/23/2003 - 11/30/2003 11/30/2003 - 12/07/2003 12/07/2003 - 12/14/2003 12/14/2003 - 12/21/2003 12/21/2003 - 12/28/2003 12/28/2003 - 01/04/2004 01/04/2004 - 01/11/2004 01/18/2004 - 01/25/2004 01/25/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 02/08/2004 02/08/2004 - 02/15/2004 02/15/2004 - 02/22/2004 02/22/2004 - 02/29/2004 02/29/2004 - 03/07/2004 03/07/2004 - 03/14/2004 03/14/2004 - 03/21/2004 03/21/2004 - 03/28/2004 03/28/2004 - 04/04/2004 04/11/2004 - 04/18/2004 04/25/2004 - 05/02/2004 05/02/2004 - 05/09/2004 05/09/2004 - 05/16/2004 05/16/2004 - 05/23/2004 05/30/2004 - 06/06/2004 06/06/2004 - 06/13/2004 06/20/2004 - 06/27/2004 07/04/2004 - 07/11/2004 07/25/2004 - 08/01/2004 08/15/2004 - 08/22/2004 08/29/2004 - 09/05/2004 09/05/2004 - 09/12/2004 09/12/2004 - 09/19/2004 09/19/2004 - 09/26/2004 09/26/2004 - 10/03/2004 10/03/2004 - 10/10/2004 10/17/2004 - 10/24/2004 10/24/2004 - 10/31/2004 10/31/2004 - 11/07/2004 11/07/2004 - 11/14/2004 11/14/2004 - 11/21/2004 11/21/2004 - 11/28/2004 11/28/2004 - 12/05/2004 12/05/2004 - 12/12/2004 12/12/2004 - 12/19/2004 12/19/2004 - 12/26/2004 12/26/2004 - 01/02/2005 01/02/2005 - 01/09/2005 01/16/2005 - 01/23/2005 01/23/2005 - 01/30/2005 01/30/2005 - 02/06/2005 02/06/2005 - 02/13/2005 02/20/2005 - 02/27/2005 02/27/2005 - 03/06/2005 03/06/2005 - 03/13/2005 03/20/2005 - 03/27/2005 03/27/2005 - 04/03/2005 04/17/2005 - 04/24/2005 05/01/2005 - 05/08/2005 05/08/2005 - 05/15/2005 05/15/2005 - 05/22/2005 05/22/2005 - 05/29/2005 06/05/2005 - 06/12/2005 06/19/2005 - 06/26/2005 06/26/2005 - 07/03/2005 07/03/2005 - 07/10/2005 07/10/2005 - 07/17/2005 07/17/2005 - 07/24/2005 07/24/2005 - 07/31/2005 07/31/2005 - 08/07/2005 08/07/2005 - 08/14/2005 08/14/2005 - 08/21/2005 08/21/2005 - 08/28/2005 09/04/2005 - 09/11/2005 09/11/2005 - 09/18/2005 09/18/2005 - 09/25/2005 09/25/2005 - 10/02/2005 10/09/2005 - 10/16/2005 10/16/2005 - 10/23/2005 10/23/2005 - 10/30/2005 10/30/2005 - 11/06/2005 11/06/2005 - 11/13/2005 11/13/2005 - 11/20/2005 11/20/2005 - 11/27/2005 11/27/2005 - 12/04/2005 12/04/2005 - 12/11/2005 12/11/2005 - 12/18/2005 12/18/2005 - 12/25/2005 12/25/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 01/08/2006 01/08/2006 - 01/15/2006 01/15/2006 - 01/22/2006 01/22/2006 - 01/29/2006 01/29/2006 - 02/05/2006 02/05/2006 - 02/12/2006 02/12/2006 - 02/19/2006 02/19/2006 - 02/26/2006 02/26/2006 - 03/05/2006 03/05/2006 - 03/12/2006 03/12/2006 - 03/19/2006 03/19/2006 - 03/26/2006 03/26/2006 - 04/02/2006 04/02/2006 - 04/09/2006 04/09/2006 - 04/16/2006 04/16/2006 - 04/23/2006 04/23/2006 - 04/30/2006 04/30/2006 - 05/07/2006 05/07/2006 - 05/14/2006 05/14/2006 - 05/21/2006 05/21/2006 - 05/28/2006 05/28/2006 - 06/04/2006 06/04/2006 - 06/11/2006 06/11/2006 - 06/18/2006 06/18/2006 - 06/25/2006 06/25/2006 - 07/02/2006 07/02/2006 - 07/09/2006 07/09/2006 - 07/16/2006 07/16/2006 - 07/23/2006 07/23/2006 - 07/30/2006 07/30/2006 - 08/06/2006 08/06/2006 - 08/13/2006 08/13/2006 - 08/20/2006 08/20/2006 - 08/27/2006 08/27/2006 - 09/03/2006 09/03/2006 - 09/10/2006 09/10/2006 - 09/17/2006 09/24/2006 - 10/01/2006 10/08/2006 - 10/15/2006 10/15/2006 - 10/22/2006 10/22/2006 - 10/29/2006 11/05/2006 - 11/12/2006 11/19/2006 - 11/26/2006 11/26/2006 - 12/03/2006 12/03/2006 - 12/10/2006 12/10/2006 - 12/17/2006 12/17/2006 - 12/24/2006 12/24/2006 - 12/31/2006 12/31/2006 - 01/07/2007 01/07/2007 - 01/14/2007 01/21/2007 - 01/28/2007 01/28/2007 - 02/04/2007 02/11/2007 - 02/18/2007 02/18/2007 - 02/25/2007 02/25/2007 - 03/04/2007 03/11/2007 - 03/18/2007 04/08/2007 - 04/15/2007 04/29/2007 - 05/06/2007 05/27/2007 - 06/03/2007 06/10/2007 - 06/17/2007 06/17/2007 - 06/24/2007 06/24/2007 - 07/01/2007 07/08/2007 - 07/15/2007 08/12/2007 - 08/19/2007 11/25/2007 - 12/02/2007 12/02/2007 - 12/09/2007 12/09/2007 - 12/16/2007 12/16/2007 - 12/23/2007 12/23/2007 - 12/30/2007 01/27/2008 - 02/03/2008 02/03/2008 - 02/10/2008 02/10/2008 - 02/17/2008 03/09/2008 - 03/16/2008 03/23/2008 - 03/30/2008 04/13/2008 - 04/20/2008 08/03/2008 - 08/10/2008 08/10/2008 - 08/17/2008 10/19/2008 - 10/26/2008 11/09/2008 - 11/16/2008 02/21/2010 - 02/28/2010 03/07/2010 - 03/14/2010 03/14/2010 - 03/21/2010 03/21/2010 - 03/28/2010 05/09/2010 - 05/16/2010 05/23/2010 - 05/30/2010 06/20/2010 - 06/27/2010


[=Powered By=]


[=Designed By=]
    torsdag, september 23, 2004  

Árnað heilla

Ástkær bróðir minn, Egill Viðarsson, er tvítugur í dag. Af því tilefni er vitaskuld ekki úr vegi að tína til örfáar endurminningar úr huga mínum um afmælisbarnið.Við Egill höfum jú gengið í gegnum ýmislegt saman svo sem venjan er þegar systkini eiga hlut, margt súrt en einnig sitthvað sætt.
Fyrsta minning mín af okkur tveimur, og ein af fyrstu minningum mínum yfir höfuð er örlítið myndbrot af mér og honum að leika okkur í sandkassa fyrir utan ljótu brúnu blokkina okkar á Selfossi. Þar var geymsla í kjallaranum og þar var hjólunum undan kerrunni minni eitt sinn stolið og sá ég þau aldrei aftur. Þá varð ég mjög leið. Hef ég þá verið eitthvað um tveggja til þriggja ára.
Til allrar hamingju ílengdumst við ekki á Selfossi og fluttum stuttu síðar í Breiðholtið. Þaðan á ég heillegri minningar, enda var ég þá á aldursbilinu þriggja til fimm ára. Þar eyddum ég og Egill löngum stundum í herberginu okkar að hlusta á Stjórnarspóluna sem við áttum. Það var nú gaman, hljómsveitaráhugi Egils strax farinn að sýna sig í einhverri mynd, hann stóð alltaf uppi í rúmi með einhvern hlut sem þjónaði hlutverki míkrafóns og söng með af innlifun. (Eitthvað eru minningar Egils frá þessum tíma gloppóttari en mínar því hann vill ekki kannast við þetta). En ég man hvernig ég horfði aðáunaraugum á bróður minn við þessa iðju, það segi ég satt.
Ýmislegt fleira man ég úr Breiðholtsbúsetu okkar, t.d. þegar ég var að spila fótbolta við Egil og vin hans (jú, jú ég mátti stundum vera með). Ekki vildi samt betur til en svo við einhver tilþrifin að boltinn flaug yfir grindverkið hjá raðhúsunum og inn í næsta garð. Þetta hefði ekki verið mikið tiltökumál hefði þetta ekki oft gerst áður og við þar af leiðandi vitað að þarna byggi bandbrjáluð kona sem væri mjög, mjög illa við að sjá bolta í garðinum sínum. Við földum okkur skíthrædd bak við runna og horfðum tregafullum augum á boltann en strákarnir þorðu ekki fyrir sitt litla líf að stíga svo mikið sem öðrum fætinum inn í garðinn. Þá tek ég mig til, skýst inn, hrifsa til mín boltann og hleyp eins hratt og ég get til baka. Mig minnir reyndar að þeir hafi mútað mér með bingókúlu en engu að síður sýndi ég þarna mikla hugdirfsku aðeins fjögurra ára gömul, enda var Egill mjög stoltur af mér. Og ég fékk ekki eina heldur tvær bingókúlur.
Þegar ég var fimm ára og Egill um það bil átta flugum við ásamt foreldrum okkar sem leið lá yfir Atlantshafið og settumst að í Winnipeg, Kanada. Þar tókumst við saman á við erfiðleikana sem fylgja slíkum brottflutningum. Einn sameiginlegan vin áttum við. Hann hét Brandur og var jafngamall mér. Við skemmtum okkur stórkostlega vel með honum og mömmu hans, fórum meðal annars að trikker tríta á Halloween að kanadískum sið. Við fengum fullt, fullt af nammi en mamma vildi ekki leyfa okkur að borða það af ótta við að einhver illkvittinn kanadamaðurinn hefði sett saltsýru út í það.(Já, í Kanada passaði mamma vel upp á okkur).
Svo fluttum við til Danmerkur og svo loksins heim aftur og leigðum íbúð í Fossvoginum en settumst síðan að í Vesturbænum. Stuttu eftir það varð Egill unglingur og kýs ég að segja sem minnst frá því tímabili í lífi okkar svo ekki sé nema til þess að hlífa ykkur lesendunum. En svo hætti Egill að vera unglingur og þá varð allt gleðilegt á ný. Tónlist er enn hans helsta áhugamál en það er nokkuð ljóst að í gegnum árin hefur tónlistasmekkur hans þroskast. Sem hann er óhræddur við að deila með mér sem er mjög gaman.
Þessari romsu vil ég svo ljúka með því að segja að Egill hefur staðið sig mjög vel í stórabróðurhlutverkinu. Það er á köflum mjög erfitt þar sem kröfurnar eru miklar, sérstaklega hvað varðar verndun gegn hrekkjsvínum og almennum skíthælum.

Ég vona að lesningin hafi verið einhverjum ánægjuleg. Til hamingju Egill!

   [ POSTED BY Au� @ 7:57 PM ] [ ]