Já ég er spá í að taka mér smá hvíld frá bloggheiminum í smá tíma eins og félagi minn Sigríður. Það er orðið alvarlegt þegar maður er farinn að blogga um brauðristar. Ég hef bara aldrei neitt merkilegt að segja. Kannski vegna þess að ég hef misst áhugann á umheiminum eftir að allt varð ömurlegt. Já, það er ekki gott. Ég held að ég sé búin að glata þeim litla blogghæfileika sem ég hafði.
Ég ætla sem sagt að fara að eignast líf og þegar ég er búin að því skal ég snúa aftur og fara að tala um eitthvað merkilegt.