Þá er kominn laugardagur á ný eftir mjög svo fjlótlíðandi viku. Ég var bara að vakna og er núna að bíða eftir því að klukkan verði um eitt svo ég geti farið með Signýju út í ísbúð að kaupa þeyting. Við erum búnar að vera að plana þetta alla vikuna og ég er búin að hlakka alveg ótrúlega til. Það þarf lítið til að gleðja mig. Ég og Signý megum nefnilega bara borða nammi á laugardögum.
Bráðum fer að vora. Nú eru bara 35 dagar í páskafrí. Það er alls ekki mikið. Og eftir páskafríið eru bara nokkrar vikur í sumarfrí. Já, sumarfrí. Ég hef mikið tekið eftir því undanfarið að maður verður alltaf hamingjusamari og hamingjusamari eftir því sem nær dregur vori.