Ég er bara ekki að nenna þessu lengur. En ætli ég láti ekki fjúka nokkur orð í þetta skiptið.
Vikan, sem lýkur núna í kvöld kl. 24 því sunnudagur er jú fyrsti dagur vikunnar, hefur verið alveg sérdeilis skemmtileg. Lítill sem enginn skóli og árshátíð. Það gerist ekki betra. Ég skemmti mér með eindæmum vel á árshátíðinni, jafnvel betur en ég þorði að vona.