Allt í einu langaði mig mjög mikið að tjá mig í gær um hin ýmsu málefni en þá auðvitað komst ég ekki inn á blogger.
Ég hef aldrei prófað að vera jafnmikið heima hjá mér á meðan aðrir eru í vinnu. Venjulega er ég ein af þeim sem er að vinna eins og fáviti, eins og í fyrra. Svo þetta er frekar skrýtið. Ég er reyndar ekki mjög mikið heima hjá mér þannig séð....nema núna af því það er rigning og rok. Annars er ég búin að vera að dunda mér við hitt og þetta, fara í sund, á línuskauta og í göngutúra, baka, taka myndir og spila úti í skúr.
En í gærkvöldi ákvað ég að byrja nýta þennan tíma í að kynna mér stóriðjustefnu stjórnvalda almennilega svo ég geti tekið þátt í baráttu gegn henni. Þess vegna byrjaði ég í gærkvöldi að lesa Kárahnjúkar með og á móti eftir Ómar Ragnarsson.
En já, ætlaði að skrifa meira en ég nenni ekki að hanga í tölvunni lengur. Blis.