På torsdag

 

Hitt og þetta

Egill
Ingólfur
Saga

Myndir



Skemmtilegt dótarí




Listed on BlogShares


Í gamla daga
03/30/2003 - 04/06/2003 04/06/2003 - 04/13/2003 04/13/2003 - 04/20/2003 04/20/2003 - 04/27/2003 04/27/2003 - 05/04/2003 05/04/2003 - 05/11/2003 05/11/2003 - 05/18/2003 05/18/2003 - 05/25/2003 05/25/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 06/08/2003 06/08/2003 - 06/15/2003 06/15/2003 - 06/22/2003 06/22/2003 - 06/29/2003 06/29/2003 - 07/06/2003 07/06/2003 - 07/13/2003 07/13/2003 - 07/20/2003 07/20/2003 - 07/27/2003 07/27/2003 - 08/03/2003 08/10/2003 - 08/17/2003 08/17/2003 - 08/24/2003 08/24/2003 - 08/31/2003 08/31/2003 - 09/07/2003 09/07/2003 - 09/14/2003 09/21/2003 - 09/28/2003 10/05/2003 - 10/12/2003 10/12/2003 - 10/19/2003 10/19/2003 - 10/26/2003 10/26/2003 - 11/02/2003 11/02/2003 - 11/09/2003 11/09/2003 - 11/16/2003 11/16/2003 - 11/23/2003 11/23/2003 - 11/30/2003 11/30/2003 - 12/07/2003 12/07/2003 - 12/14/2003 12/14/2003 - 12/21/2003 12/21/2003 - 12/28/2003 12/28/2003 - 01/04/2004 01/04/2004 - 01/11/2004 01/18/2004 - 01/25/2004 01/25/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 02/08/2004 02/08/2004 - 02/15/2004 02/15/2004 - 02/22/2004 02/22/2004 - 02/29/2004 02/29/2004 - 03/07/2004 03/07/2004 - 03/14/2004 03/14/2004 - 03/21/2004 03/21/2004 - 03/28/2004 03/28/2004 - 04/04/2004 04/11/2004 - 04/18/2004 04/25/2004 - 05/02/2004 05/02/2004 - 05/09/2004 05/09/2004 - 05/16/2004 05/16/2004 - 05/23/2004 05/30/2004 - 06/06/2004 06/06/2004 - 06/13/2004 06/20/2004 - 06/27/2004 07/04/2004 - 07/11/2004 07/25/2004 - 08/01/2004 08/15/2004 - 08/22/2004 08/29/2004 - 09/05/2004 09/05/2004 - 09/12/2004 09/12/2004 - 09/19/2004 09/19/2004 - 09/26/2004 09/26/2004 - 10/03/2004 10/03/2004 - 10/10/2004 10/17/2004 - 10/24/2004 10/24/2004 - 10/31/2004 10/31/2004 - 11/07/2004 11/07/2004 - 11/14/2004 11/14/2004 - 11/21/2004 11/21/2004 - 11/28/2004 11/28/2004 - 12/05/2004 12/05/2004 - 12/12/2004 12/12/2004 - 12/19/2004 12/19/2004 - 12/26/2004 12/26/2004 - 01/02/2005 01/02/2005 - 01/09/2005 01/16/2005 - 01/23/2005 01/23/2005 - 01/30/2005 01/30/2005 - 02/06/2005 02/06/2005 - 02/13/2005 02/20/2005 - 02/27/2005 02/27/2005 - 03/06/2005 03/06/2005 - 03/13/2005 03/20/2005 - 03/27/2005 03/27/2005 - 04/03/2005 04/17/2005 - 04/24/2005 05/01/2005 - 05/08/2005 05/08/2005 - 05/15/2005 05/15/2005 - 05/22/2005 05/22/2005 - 05/29/2005 06/05/2005 - 06/12/2005 06/19/2005 - 06/26/2005 06/26/2005 - 07/03/2005 07/03/2005 - 07/10/2005 07/10/2005 - 07/17/2005 07/17/2005 - 07/24/2005 07/24/2005 - 07/31/2005 07/31/2005 - 08/07/2005 08/07/2005 - 08/14/2005 08/14/2005 - 08/21/2005 08/21/2005 - 08/28/2005 09/04/2005 - 09/11/2005 09/11/2005 - 09/18/2005 09/18/2005 - 09/25/2005 09/25/2005 - 10/02/2005 10/09/2005 - 10/16/2005 10/16/2005 - 10/23/2005 10/23/2005 - 10/30/2005 10/30/2005 - 11/06/2005 11/06/2005 - 11/13/2005 11/13/2005 - 11/20/2005 11/20/2005 - 11/27/2005 11/27/2005 - 12/04/2005 12/04/2005 - 12/11/2005 12/11/2005 - 12/18/2005 12/18/2005 - 12/25/2005 12/25/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 01/08/2006 01/08/2006 - 01/15/2006 01/15/2006 - 01/22/2006 01/22/2006 - 01/29/2006 01/29/2006 - 02/05/2006 02/05/2006 - 02/12/2006 02/12/2006 - 02/19/2006 02/19/2006 - 02/26/2006 02/26/2006 - 03/05/2006 03/05/2006 - 03/12/2006 03/12/2006 - 03/19/2006 03/19/2006 - 03/26/2006 03/26/2006 - 04/02/2006 04/02/2006 - 04/09/2006 04/09/2006 - 04/16/2006 04/16/2006 - 04/23/2006 04/23/2006 - 04/30/2006 04/30/2006 - 05/07/2006 05/07/2006 - 05/14/2006 05/14/2006 - 05/21/2006 05/21/2006 - 05/28/2006 05/28/2006 - 06/04/2006 06/04/2006 - 06/11/2006 06/11/2006 - 06/18/2006 06/18/2006 - 06/25/2006 06/25/2006 - 07/02/2006 07/02/2006 - 07/09/2006 07/09/2006 - 07/16/2006 07/16/2006 - 07/23/2006 07/23/2006 - 07/30/2006 07/30/2006 - 08/06/2006 08/06/2006 - 08/13/2006 08/13/2006 - 08/20/2006 08/20/2006 - 08/27/2006 08/27/2006 - 09/03/2006 09/03/2006 - 09/10/2006 09/10/2006 - 09/17/2006 09/24/2006 - 10/01/2006 10/08/2006 - 10/15/2006 10/15/2006 - 10/22/2006 10/22/2006 - 10/29/2006 11/05/2006 - 11/12/2006 11/19/2006 - 11/26/2006 11/26/2006 - 12/03/2006 12/03/2006 - 12/10/2006 12/10/2006 - 12/17/2006 12/17/2006 - 12/24/2006 12/24/2006 - 12/31/2006 12/31/2006 - 01/07/2007 01/07/2007 - 01/14/2007 01/21/2007 - 01/28/2007 01/28/2007 - 02/04/2007 02/11/2007 - 02/18/2007 02/18/2007 - 02/25/2007 02/25/2007 - 03/04/2007 03/11/2007 - 03/18/2007 04/08/2007 - 04/15/2007 04/29/2007 - 05/06/2007 05/27/2007 - 06/03/2007 06/10/2007 - 06/17/2007 06/17/2007 - 06/24/2007 06/24/2007 - 07/01/2007 07/08/2007 - 07/15/2007 08/12/2007 - 08/19/2007 11/25/2007 - 12/02/2007 12/02/2007 - 12/09/2007 12/09/2007 - 12/16/2007 12/16/2007 - 12/23/2007 12/23/2007 - 12/30/2007 01/27/2008 - 02/03/2008 02/03/2008 - 02/10/2008 02/10/2008 - 02/17/2008 03/09/2008 - 03/16/2008 03/23/2008 - 03/30/2008 04/13/2008 - 04/20/2008 08/03/2008 - 08/10/2008 08/10/2008 - 08/17/2008 10/19/2008 - 10/26/2008 11/09/2008 - 11/16/2008 02/21/2010 - 02/28/2010 03/07/2010 - 03/14/2010 03/14/2010 - 03/21/2010 03/21/2010 - 03/28/2010 05/09/2010 - 05/16/2010 05/23/2010 - 05/30/2010 06/20/2010 - 06/27/2010


[=Powered By=]


[=Designed By=]




    tirsdag, juni 22, 2010  

Hunangsblómin mín!

Af okkur er allt gott að frétta. Trítill er að detta í sjötta mánuðinn, fimm mánaða afmælið er á föstudaginn. Góður dagur, partýdagur. Og þá styttist jafnframt óðum í að fjölskyldurfaðirinn fari í sitt ó svo langþráða frí. Sumsé þeir tveir mánuðir sem eftir eru af feðraorlofinu. Þar sem við erum lífskúnstnerar miklir og metum frekar hvort annað og lífið heldur en veraldlegan auð (upp að vissu marki) ákváðum við að vera saman í fríi þessa síðustu tvo mánuði áður en ég fer í skóla í staðinn fyrir að vera praktísk og taka orlofin hvort í sínu lagi. Það er svo boríng. Stefnan verður tekin á Barðaströnd í júlí þar sem við munum liggja í sófa eða grasi (fer eftir veðri) og heitum potti í viku. Síðan ætlum við aftur norður í ættaróðalið því ég þarf að sanna fyrir fjölskyldunni þar að Þorri eigi raunverulegan föður.

Nú, þá eru það hreyfiþroska og vitsmunaþroska öppdeit. Í síðustu viku masteraði hann snúningstækni sína frá maga yfir á bak. Honum var hrósað á yfirdrifinn hátt í fyrstu skiptin sem það tókst svo hann myndi örugglega átta sig á að þetta væri æskilegt. Nú er hann alltaf sigri hrósandi sjálfur þegar hann snýr sér. Einnig er hann farinn að sitja alveg þokkalega sjálfur, þó er nú öruggast að hafa stuðning við bakið því ef hann verður of spenntur yfir einhverju kastar hann sér af krafti afturábak. Ef það er eitthvað spennandi fyrir framan hann á hann það líka til að missa efri búkinn í gólfið. Hann er reyndar búinn að vera svo duglegur í magaæfingunum að hann getur eiginlega reddað því sjálfur. Svo held ég að ég sé ekki búin að nefna ungbarnasundið en þar kann hann afskaplega vel við sig, kafar, ja, bara rétt eins og hann hafi búið í vatni fyrstu 9 mánuði lífs síns og er almennt töff.
Það er ekki farið að votta fyrir mannfælutöktum í honum ennþá, mér skilst að það gerist um 6-7 mánaða aldurinn. Hann er reyndar ekki alveg jafn örlátur á brosin og hann var, hann er aðeins meira að velta nýjum andlitum fyrir sér og setur þá upp alvarlega stjórnmálamannssvipinn. Svo er hann mjög forvitinn gaur eins og sannaðist strax í fæðingu (var með andlitið upp, vildi ekki missa af þessum mikilvægasta atburði lífs síns). Horfir alltaf í allar áttir í göngutúrum eða í búðinni og unir sér ekki hvíldar nema hann sé til þess neyddur af móður sinni sem telur sig vita betur. Svo má hann ekki missa af neinu, hefur stundum ekki tíma til að næra sig því hann vill vera með í samræðunum. Einnig virðist hann hafa sérstakan áhuga á mat (semsagt alvörunni mat), horfir stíft og pælir mikið þegar verið er að borða í kringum hann. Enda prófar hann sjálfur við hvert tækifæri, stingur ennþá öllu upp í sig nema nú er það mun meðvitaðra. Hann var að spila á ukulele um daginn og ákvað svo greinilega að nú væri kominn tími til að fá sér bita, velti gripnum fyrir sér í smá stund eins og hann væri að ákveða hvaða hluti hans væri heppilegastur til inntöku og lét vaða. Á sunnudaginn fékk hann sér svo skeið af túnfisksalati í tilefni af afmæli ömmu sinnar. Hann ætlar að vera til í slaginn þegar þessi mamma hans ákveður loksins að gefa honum alvöru mat.

Trítillinn er síðan orðinn nokkuð góður í að sofna sjálfur í rúminu sínu á kvöldin. Ég kynnti mér helstu strauma og stefnur í svefnmenningu ungbarna og komst að því að best er að kenna þeim sem fyrst að sofna sjálfum til að eiga ekki á hættu að þurfa ennþá að taka klukkutíma frá á kvöldin til að svæfa þegar þau eru komin á grunnskólaaldur. Reyndar finnst mér svo afskaplega huggulegt að svæfa börn að ég hefði svosem ekkert á móti því (segi ég núna). En ég tek mér minn tíma í huggulegheit og fer síðan fram rétt áður en hann sofnar, svo í rauninni er hann að sofna sjálfur...

Svo er hann í stöðugum raddæfingum sem geta orðið mjög skondnar á köflum. Ég held að hann sé háværari en foreldrar hans til samans. Hann andar djúpt og gefur svo frá sér óskilgreindan sérhljóða þangað til loftið er búið. Ég þarf að fara að taka tímann á þessu hjá honum, þetta er alveg magnað. Svo þarf ég að finna út hvernig er hægt að nýta þennan hæfileika. Núverandi framtíðaráformin fyrir hann eru nefnilega að hann verði bólstrari vegna áhuga á mynstrum í efnum. Ég hef mínar efasemdir um það, mig grunar að sú merka starfsgrein sé á undanhaldi. Hann gæti náttúrulega orðið fatahönnuður, það er voða töff núna. En hver veit hvernig landið mun liggja í atvinnumálum eftir 20 og eitthvað ár?

Nú, þið viljið kannski fá einhverjar fréttir af MÉR? Ok. Ég er búin að gera það sem allir hræðast. Ég fór á mitt fyrsta djamm sem móðir. Og reyndar fleiri en fyrsta... Ég á svo marga góða að sem gera ekkert skemmtilegra en að passa barnið mitt. Og svo á það líka svo góðan pabba. Svo ég sá ekkert því til fyrirstöðu að fá smá nasasjón inn í mitt fyrra líferni. Og ég get sagt ykkur að ég held að á endanum muni það borga sig upp að hafa eignast barn. Ég er nefnilega núna svo ódýr í rekstri þegar kemur að neyslu áfengra drykkja. Ég hef hugsað mér að halda því þannig.

Jæja þetta er orðið langt, vonandi ekki leiðinlegt en ég mun þó ekki álasa þá sem ekki nenna að lesa þessar mæðraskrásetningar.

Bless í bili.

P.s. Hér er mynd af okkur mæðginum í morgunlúrnum, uppáhaldstíma dagsins!

   [ POSTED BY Au� @ 10:03 PM ] [ ]