Ég eiginlega hálf gleymdi að ég ætti blogg. Fyrirgefðu blogg.
Ég er að fara í matarboð í kvöld. Ég er svo fullorðin.
Í fyrradag fór ég í ánægjulega heimsókn á ferðaskrifstofu með henni Guggu. Við vorum að sækja um að komast í málaskóla á Spáni næsta sumar. Við ætluðum fyrst til Ítalíu en svo var það ekki að ganga upp. Þá fundum við þennan líka brjálæðislega flotta málaskóla í Malaga. Það verður gaman.