á Dís. Mér fannst hún alveg mjög góð. Það er alltaf gaman að horfa á myndir sem gerast í manns eigin umhverfi. Og ekki sakar ef myndirnar eru skemmtilegar. Ég hló alveg þó nokkrum sinnum.
Svo fór ég til Steinvarar og sofnaði yfir Judging Amy og svo fór ég heim og sofnaði.
Það er búið að vera alveg svaka mikið að gera hjá mér þessa vikuna. Skólinn, ball, vinnan, heimalærdómurinn, ritnefndarstörf, pössun á frændsystkinum og margt fleira. En ég er ekkert að kvarta. Ef það er eitthvað sem mér líkar þá er það að hafa nóg að gera. Því þá er svo gaman þegar ég má gera það sem ég vil. Eins og tildæmis núna.