Ég bjó til mesta gleðiblogg í heimi um daginn en það neitaði að birtast...síðan þá hef ég verið í fýlu út í bloggið mitt, en ég er óðum að jafna mig. Eins og margur veit þá er jólafríið hafið hjá okkur flestum og það er kúl. Jólin eru eftir minna en viku og ég á eftir að gera allt. En það er nú bara gaman....
Hahahahahahaha.....ég elska þessar manneskjur! Þær eru uppáhaldið mitt. Ég fór einmitt á jólaball með þeim á Sælukoti í fyrradag. Það var gaman og jóló, minnti á gamla tíma, dansað kringum jólatré og svona. Svo er Sælukot náttúrlega leikskóli hipp og kúl fólksins!
Skemmtilegt lag: Devendra Banhart - This Beard is for Siobahn