Hmm….eitthvað hefur farið lítið fyrir bloggskrifum síðustu daga.
Ég hef verið að dunda mér við hitt og þetta. Aðallega hef ég verið að nýta rúman tíma minn fram að prófum á eins óskynsamlegan máta og hægt er svo það sé öruggt að ég verði í tímahraki fyrir öll prófin mín…sem eru 3. Til dæmis að vinna. Og æfa mig á píanóið. Og sofa. Og núna er ég að hlusta á lagstúfa hinna ýmsu hljómsveita í gegnum myspace sem hafa staðfest komu sína á Hróarskeldu þetta árið. Það tel ég hina skemmtilegustu og sniðugustu dægradvöl. Gengur líka vel, nú þegar hef ég uppgötvað eina hljómsveit sem ég hyggst sjá en hún er norsk og nefnist Kaizers Orchestra. Annars er efst á lista um þessar mundir að sjá Animal Collective og Arctic Monkeys. Svo auðvitað Sigurrós. Ætli maður kíki ekki á þessi stóru nöfn líka eins og Bob Dylan, The Streets og Kanye West. Ég mun þó forðast Guns N’ Roses eftir bestu getu. Svo langar mig að sjá Death Cab for Cutie,Scissor Sisters og fullt, fullt, fullt, fullt meira. Svo hlakka ég líka til að sjá eitthvað sem ég hef aldrei séð áður og uppgötva nýja tónlist :)