Já, ég er bara alls ekki að standa mig í þessu bloggeríi. Það er bara frekar mikið að gera þessa dagana. Fimm próf í vikunni.....jújú. En svo eru afar bjartir tímar fram undan því brátt gengur árshátíðarvikan í garð. Það er bara skóli á mánudeginum en svo taka Tjarnardagarnir við þar sem ég valdi mér ljósmyndun. Það verður stuð. Á fimmtudeginum er síðan árshátíðin sjálf og enginn skóli. Í staðinn mun ég vera í góðu glensi með bekkjarsystkinum mínum meiri part dagsins. Svo er bara brunað í rútu austur á Selfoss í mat og á ball Það sem landsþekkt og afar dýr hljómsveit mun spila (?). Mér líst mjög vel á þetta allt saman.
Reyndar er þetta frekar dýrt, árshátíð og matur kostar 5200 kall, plús ljósmyndadæmið og fleira. Þetta er komið upp í alveg gríðarlegar fjárhæðir, og ég á auðvitað engan pening. En það reddast.......