tveir nýjir bloggarar hafa bæst við linkalistann minn. Það eru þau góðvinkona mín Guðrún Rós og ástkær bróðir minn, Bjarki Hreinn. Mjög áhugavert alltsaman.
Annars er það af mér að frétta að ég fór í sveitina um helgina ásamt öllum fjölskyldumeðlimunum. Það var gaman eins og við var að búast, sveitin bregst aldrei.
Nú, svo er ég bara á fullu að vinna í Grasagarðinum. Ég er að vinna til fimm alla daga nema föstudaga til þrjú. Og fyrir utan það er svo mikið að gera að mér finnst ég ekkert vera í sumarfríi. T.d. er svo langt síðan að ég hitti vinkonur mínar að ég man varla hvað þær heita lengur. En þetta fer að lagast, sumarið er jú bara rétt byrjað. Já og svo er Gugga að fara að joina mig í Grasagarðinn. Það er gaman. Ég hlakka mjög til :D