Halló gott fólk!
Afmælisbarn gærdagsins er Egill Viðarsson, bróðir og velgjörðarmaður. Hann varð 21 árs. Ég get svo svarið að það eru ekki meira en þrír mánuðir síðan hann varð tvítugur. Þetta er eitthvað gruggugt...en allavega, til hamingju bróðir. Þú átt alla mína samúð akkúrat núna.
Afmælisbarn þriðjudagsins er svo hún Lena sæta sem varð loksins 18 ára.
Ingólfur, hvað þýðir það ef maður er klukkaður?
Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir:
*Airwaves hátíðin hefst eftir minna en mánuð og litla ég er búin að kaupa mér armband, jibbýjeijj!
*Í dag er nammidagur, ég fór í Nammiland og ætlaði að smakka hið nýja dúndur sem er að tröllríða (hehe, svo skemmtilegt orð) íslenskri nammimenningu en það var hvergi til...í öllu Nammilandi!
*Í gær fór ég á MR tebó og dansaði mikið, það var mjög gaman.
*Hundurinn minn stækkar og stækkar þrátt fyrir mikla matvendni.
*Í kvöld er vinkona mín í Þýskalandi, Fiona, að fara að hitta Jóa vin hans Egils (sem er staddur á Oktoberfest) á fínum veitingastað. Það er skondið.
Meira síðar, veriði bless!