.....því alltaf er maður jú að gera nýjar uppgötvanir, að misbeiting valds þeirra sem eiga þess kost sé afleiðing - en ekki orsök - þeirrar gífurlegu hræðslu almennings við yfirvaldið. Það er ef til vill þannig að á leið sinni upp metoðastigann átti fólk sig á því að þeim mun hærra sem það fer, þeim mun minna þorir fólk að láta skoðanir sínar í ljós við mann. Og hvað er þá því til fyrirstöðu, þegar á toppinn er komið, að gera algjörlega það sem manni sjálfum sýnist?
Þetta er kannski einmitt það sem gerir að verkum að ríki sem eitt sinn var lýðveldi er nú orðið bananalýðveldi.
Þetta, og svo auðvitað hin ótrúlega tilhneiging fólks til að gleyma hlutum........