Afmælisbarn dagsins (sem reyndar er liðinn því komið er fram yfir miðnætti) er hún litla, sæta, vitsmunalega bráðþroska frænka mín, Hrafnhildur Sif. Hún er þriggja ára. Ég fer í afmæli til hennar á morgun.
Afmælisbarn gærdagsins, 2. september, er svo hún Helga heillin. Hún varð 17 ára. Ég fer líka í afmæli til hennar á morgun (sem er líka Lenu afmæli, en hún verður 17 ára þan 20. september).
Ekki nóg með það heldur var ég rétt í þessu að koma úr afmæli hjá henni Guðrúnu Sóley. Hún á einmitt afmæli á morgun og því er hreint ekki úr vegi að tilnefna hana sem afmælisbarn morgundagsins.
Og þá út í aðra sálma. Nú er sumarið senn á enda. Það er skrýtin tilfinning. Mér finnst einhvernveginn eins og það hafi aldrei komið, það var svo fljótt að fara aftur.Það virkar bara sem einhver svona fjarlæg minning í hugskotinu, þó það séu ekki einu sinni tvær vikur síðan skólinn byrjaði. Og nú er farið að dimma aftur. Bráðum verður dagurinn svona: Ég vakna og á einhvern óskiljanlegan hátt tekst mér að rífa mig undan hlýrri, mjúkri sænginni. Svo held ég af stað í skólann í kulda og kolniðamyrkri. Að skóladeginum loknum rölti ég heim aftur, í kolniðamyrkri, því að á þeim tíma sem ég var í skólanum hefur sólin komið upp og ná að setjast aftur.
Þetta er það versta við veturinn. Þetta endalausa myrkur. En endalausa og yndislega birtan á sumrin bætir það eiginlega upp.