Mig grunar að Depeche Mode dúdarnir eigi alla syntha í heiminum. Ég er nefnilega búin að vera að surfa á vintagesynth.org í leit að hinum fullkomna syntha fyrir mig og það bregst ekki að Depeche Mode eru skráðir sem notendur að þeim öllum....ÖLLUM. Nema kannski 2-3. Og þetta eru ekki fáir synthar skal ég segja ykkur og ábyggilega ekki mjög ódýrir. En það skilar sér nú í tónlistinni. Eða það finnst mér allavega.
En jæja, ég þarf að fara að finna hann Egil og fara í smá leiðangur með viðkomu í hinum ýmsu hljóðfærabúðum, allavega tveimur listasöfnum og föndurbúð.
Kisinn minn hrýtur eins og hann sé geitungur. Það er frekar óþægilegt af því geitungar stinga. Kisur stinga ekki. Sérstaklega ekki þegar þær eru sofandi.
En jæja, ég þarf að fara að sofa, maður á víst að mæta í skólann á morgun...
Aaaahhhh.....það er alltaf notalegt að koma heim, jafnvel þó maður hafi bara verið í burtu í tvær nætur.
Ég verð bara að segja að ættarmót eru alveg stórkostlegt fyrirbæri. Sérstaklega Stapalaukaættarmót. Ég á marga skemmtilega ættingja sem ég skemmti mér með alla helgina. Það var skemmtilegt. Niðurstaða: mjög skemmtileg helgi að baki. Góður matur, ágætt veður, gómsæt ber, falleg sveit, góðar kökur, krúttlegir litlir frændur og frænkur, mikið nammi, söngur og gítar og tjútt. Ættarmótsboðflennan sem herjað hefur á íslensk ættarmót í sumar. Varhugaverð, getur brugðið sér í flestra kvikinda líki og gengur fram með dónaskap og óviðeigandi athugasemdum sem eru oft fyrir neðan beltisstað. Erfitt að bera kennsl á hana í fyrstu en þegar hún er komin í gírinn er sjaldnast um að villast. Ekki hefur tekist að finna ráð gegn þessum óæskilega gesti en löðrungar og spörk í sköflunginn eða á aðra viðkvæma staði hafa gefið góða raun.