Það er nú gaman. Vonum að hún verði dugleg að skrifa.
Ég hef aldrei nennt jafn lítið að læra á ævi minni og í dag. En bráðum kemur sumarfrí. Ég get ekki beðið. Hér er listi yfir það sem ég ætla að gera í sumar:
- vinna mér inn pening í unglingavinnunni
- gera herbergið mitt fínt
- æfa stíft með hljómsveitinni minni svo við getum farið að halda tónleika
- undirbúa mig andlega fyrir menntaskólaárin sem eru handan hornsins
- fara til Danmerkur
Já, kæru lesendur, þið lásuð rétt. Ég, stúlkukindin sem fer aldrei til útlanda, er líklega á leiðinni til Danmerkur í sumar með móður minni og yngri systkinum. Þ.e.a.s. ef við finnum ódýrt húsnæði og ódýrt fargjald og bara ódýrt allt. En það eru líka einu skilyrðin. Eftir síðustu kosningar fékk mamma mikla löngun til að flytja úr landi að það getur bara vel verið að við munum flytja til útlanda á næstunni. Þess vegna erum við að fara til Danmerkur til að skoða okkur um.
Nú ætla ég að blogga að beiðni bróður míns sem hefur ekkert annað að gera en að lesa blogg systur sinnar.
Í dag vaknaði ég klukkan 12. Það var gaman að sofa út. Þá ætlaði ég að byrja að læra en það reyndist mér lífsins ómögulegt svo ég fór að hlusta á Toyota júróvisjónkeppnina á Rás 2. Það var nú gaman. Ef ég hefði verið að keppa þá hefði ég pottþétt unnið. Þetta var frekar glötuð keppni. Vont fyrir eyrun mín.
Og svo er bara júróvisjónið sjálft í kvöld, en gaman. Í allan dag er ég búin að vera að ímynda mér hve trilljón sinnum skemmtilegra það hefði verið að fylgjast með Botnleðju í þessari keppni. Svo ég hef ekki verið í mjög góðu skapi í dag. Ég er að fara í smá júróvisjónteiti hjá henni Lenu kellunni þegar ég er búin að éta pitsu. Pabbi féllst á að panta pitsu með því skilyrði að ég hlypi út í Melabúð og keypti sviðakjamma handa sér. Það nefilega fást ekki sviðakjammar í Nóatúni!
Bræður mínir eru fífl. Sérstaklega Egill.
Lag dagsins (tileinkað Agli bróður mínum):
Wish - Alien ant farm (er í Tony Hawk)
HAHAHAHAH..........allir áttundu og níundu bekkingar eru að læra núna á meðan ég get verið úti í góða veðrinu og gert það sem ég vil. Sem er einmitt það sem ég gerði í allan dag. Og það var bara mjög gaman.
Reyndar þarf ég að læra smávegis yfir helgina en það er bara nó próblemó.
Uppáhaldið mitt hún Þorgerður Katrín hjá Sjálfstæðisflokknum, þeim sómaflokk, á að verða menntamálaráðherra. Það verður nú æðislegt.
Ég hef ofurlítinn grun um að andúð mín á Sjálfstæðisflokknum, ríkisstjórninni og öllu því pakki sé að verða að illu afli sem ég ræð ekki við, hatri sem blundar innra með mér og á að lokum eftir að brjótast út með miklum ofsa og ég á eftir að framkvæma eitthvað hræðilegt. Er þetta eðlilegt? Nei, líklegast ekki.
Ohhhh.......það er til svo margt asnalegt. Ég nenni ekki að telja það upp núna. En ég mun gera það. Til þess er bloggið. Til að segja frá því sem er asnalegt og vona að það breytist.
En núna er ég að fara út í góða veðrið. Ég mæli með því að allir geri slíkt hið sama.
Og ég held að Arngunnur sé í þeim pælingum að byrja aftur að blogga, við hvetjum hana auðvitað öll til dáða í þeim efnum.
Mér finnst frekar óhugnanlegt að ósköp venjuleg sjoppa nálægt Hlemmi hafi verið að selja dóp og brennivín. Ímyndið ykkur bara lítinn krakka hlaupa þangað inn með hundraðkall til að kaupa sér laugardagsnammi. Ef til vill nokkru síðar, hleypur kannski aðeins eldri krakki inn í sömu sjoppu til að kaupa sér brennivín eða jafnvel dóp. Já mér finnst þetta mjög óhugnanlegt.