Mér leiðist......og ég nenni ekki að fara að sofa því ég veit að um leið og ég vakna bíður mín ekkert nema tiltekt......já svona er nú lífið :(
Í dag er ég bara búin að hanga heima því það var rigning og ég nennti ekkert út svo ég ákvað að vera inni og laga til en það varð ekkert úr því. Ég hef heldur engar hillur til að setja draslið mitt í svo það er ekkert skrýtið.
Svo ég skundaði í Ikea að leita mér að hillum með pabba mínum. Við löbbuðum framhjá sýnishillu með nokkrum bókum í svona til að sýna fram á notagildi hillunnar. Og hvað gerir hann pabbi minn? Nælir sér í eina bók og fer að lesa! Já það var svolítið fyndið................
Ég hata rækjur oj! Ekki einungis eru þær ógeðslegar á bragðið heldur eru þettar viðurstyggileg kvikindi. Ég sá einusinni rækjur á sædýrasafni, þær voru gráar og líktust helst risastórum marflóm (sem eru viðbjóður). Rækjur eru einu dýrin ásamt kóngulóm sem ég hef andstyggð á. Annars þykir mér vænt um öll dýr jarðarinnar, sérstaklega jakuxa, sæotra og rostunga...........
Mig langar í tjaldaferðalag.......það er svo gaman, sérstaklega í rigningu.
Hvernær á ég að byrja að æfa á bíl?
Verð bara að hefa eitt lag í viðbót sem lag dagsins:
Það er allt æðislegt........svo æðislegt að ég nenni ekki að fara að sofa. Að hugsa sér, fyrir um það bil þremur vikum síðan sat ég heima hjá mér, yfirbuguð af próflestri, hálfsköllótt og í annarlegu ástandi vegna næringarskorts og svefnleysis, hafði varla litið uppúr námsbókunum í mánuð (nú ýki ég aðeins en ekki mikið) en ég var semsagt vægast sagt mjög illa haldin.
Nú, þremur vikum seinna sit ég hér fyrir framan tölvuna mína, í sumarfríi, nýbúin að bóka tveggja vikna ferð til Danmerkur í ágúst þar sem svo skemmtilega vill til að Sigga mun vera á um það bil sama tíma (langþráður draumur að rætast; með vinkonu í útlöndum). Svo er búið að vera dásamlegt veður síðustu daga og ég er búin að njóta mikillar útiveru og orðin svona sæmilega freknótt. Sem dæmi má nefna að í dag fór ég tvisvar í Nauthólsvík (eða einu sinni gangandi í Nauthólsvík og einu sinni í Perluna)
Já og svo má ekki gleyma samræmduprófseinkunnunum sem ég fékk í dag og ég er bara mjög ánægð með það alltsaman. Ég vona að öllum hafi gengið vel og séu ánægðir.
Nú ætla ég að hætta að skrifa um gleði mína í bili, en vona þó að hún endist sem lengst.....................
Lag dagsins:
Sunshine, lollypops and rainbows - Lesley Gore
Enn og aftur blogga ég að beiðni bróður míns sem ætlar ekki að erfa mig að neinu nema kannski gítarnögl og rifrildi úr gamalli kókdós.
Steinvör hringdi í mig fyrir stuttu og bar mér þær frétti að engar aðrar en samræmduprófseinkunnirnar væru komnar og við ættum að koma að sækja þær fyrir kl.4. Sjittsjittsjittsjittsjittsjittsjittsjittsjittsjitssjittsjittsjittsjittsjittsjitt!
æm a little bitt stressed át............
Í morgun fór ég í gönguferð með Lenu í Nauthólsvík og til baka aftur, það var mjög gaman og heilsusamlegt.
Það er svosannarlega gaman að vera í sumarfríi.............
ég hef ekkert meira skemmtilegt að segja í bili, því miður. Signý og Steinvör eru komnar. Ég er þá farin að ganga á vit örlaga minna. Eða eitthvað......
Á morgun er þýskupróf og ég er búin að læra lítið sem ekkert. En það reddast, eins og alltaf. Á morgun verður tjútt því þá er ég komin í sumarfrí.
TIl að æfa mig í Þýsku ætla ég nú að skrifa þýskt lag, sem er í kennslubókinni Ping pong 1, og þýðingu á því. Njótið!
Hallo, hallo, ich bin Andreas.
Hallo, hallo, wer bist du?
Hallo, hallo, ich bin Andrea
und komme aus Berlin.
Wo kommst du her? Aus Berlin?
Nicht aus Hamburg, nicht aus Wien?
Ich bin Andrea aus Berlin.
Ach, na so was! Das ist ja lustig.
Ich bin Andreas aus Berlin.
Hallo, hallo, ich bin Paul.
Hallo, hallo, wer bist du?
Hallo, hallo, ich bin Paula
und komme aus Berlin.
Wo kommst du her? Aus Berlin?
Nicht aus Dresden, nicht aus Wien?
Ich bin Paula aus Berlin.
Ach, na so was! Das ist ja lustig.
Ich bin Paul aus Berlin.
Íslensk þýðing:
Halló, halló, ég er Andri.
Halló, halló, hver ert þú?
Halló, halló, ég er Andrea
og kem frá Berlín.
Hvaðan kemur þú? Frá Berlín?
Ekki frá Hamborg, ekki frá vín?
Ég er Andrea frá Berlín.
Ó, þú segir ekki? Það er sko fyndið!
Ég er Andri frá Berlín.
Halló, halló, ég er Páll.
Halló, halló, hver ert þú?
Halló, halló, ég er Pála
og kem frá Berlín.
Hvaðan kemur þú? Frá Berlín?
Ekki frá Hamborg, ekki frá vín?
Ég er Pála frá Berlín.
Ó, þú segir ekki? Það er sko fyndið!
Ég er Páll frá Berlín.
Ég hef því miður engar nótur, og kann ekki heldur á svoleiðis svo þið getið því miður ekki sungið þetta, en Magga Matt vill áreiðanlega lána ykkur spóluna.
Ég lagði niður nýja bloggið. Ég nenni ekki að hafa það . Vona bara að þetta lagist af sjálfu sér.
Á morgun fer ég í sumarfrí.........jibbý. Það eru svona flestir komnir í sumarfrí nema ég og þýskufélagar mínir. En það er allt í lagi. Þá hef ég bara meiri tíma en aðrir til að hlakka til.
Það er mjög líklegt að ég fari til Danmerkur í sumar í byrjun ágúst í svona tvær vikur. Ef að við finnum einhvern í Kaupmannahöfn sem vill skipta um húsnæði við okkur. Það er mjög sniðugt, þá þurfum við ekki að borga neitt nema fargjaldið og uppihald. Ég hlakka til :)
Ef þið eruð að lesa þetta viljið þið þá kommenta og segja mér hvort bloggið virkar. Það virkar í minni tölvu en ég haf tekið eftir því að það er ekki alltaf samræmi með minni tölvu og annarra. T.d. í sambandi við liti. Þess vegna eru stafirnir svartir hjá sumum og það sem ég skrifa er illlesanlegt, en hjá mér eru stafirnir hvítir og það sem ég skrifa vel lesanlegt.
Hér er nýja bloggið mitt, moldvarpanmedgogginn. Það er mjög ljótt og leiðinlegt en ég varð að grípa til þessara örþrifaráða. Ég ætla samt ekki að eyða þessu bloggi strax.