Já ég er spá í að taka mér smá hvíld frá bloggheiminum í smá tíma eins og félagi minn Sigríður. Það er orðið alvarlegt þegar maður er farinn að blogga um brauðristar. Ég hef bara aldrei neitt merkilegt að segja. Kannski vegna þess að ég hef misst áhugann á umheiminum eftir að allt varð ömurlegt. Já, það er ekki gott. Ég held að ég sé búin að glata þeim litla blogghæfileika sem ég hafði.
Ég ætla sem sagt að fara að eignast líf og þegar ég er búin að því skal ég snúa aftur og fara að tala um eitthvað merkilegt.
Ný brauðrist er komin í húsið. Það er gaman. Þá get ég farið að rista brauð á ný. Ég get meira að segja ristað beyglur. Og samlokur. Ég hef aldrei átt svona tæknilega brauðrist áður.
Ég mætti fersk í skólann klukkan átta tíu og sat og lærði stærðfræði í klukkutíma. Svo bárust mér þær yndislegu fréttir að danska félli niður í dag vegna fjarveru kennarans. Og svo var líka frí í ensku fyrir utan eitt munnlegt próf sem gekk bara vel held ég. Þannig að ég sat niðri í sal í næstum tvo og hálfan tíma og spjallaði við fólk og gerði að gamni mínu. Svo tók við íslenskutími sem var bara nokkuð skemmtilegur því við erum að ræða um Grafarþögn um þessar mundir. Svo bárust mér enn aðrar frábærar fréttir um að efnafræði félli líka niður vegna fjarveru kennara og þá var ekkert því til fyrirstöðu að ég skundaði heim á leið.
En nú þarf ég að fara að læra stærðfræði. Ég ætla að reyna að klára hana fyrir kvöldið svo ég geti kannski skroppið í Kvennó og horft á Pirates of the Carribean. Nennir ekki einhver með mér þangað ef mér tekst að klára að læra?
Jæja þá er kominn tími til að blogga smá af viti, þó ég hafi nú engan tíma til þess þar sem ég er alveg að sofna en á eftir að læra pínu.
Jæja í næstu viku er eplaball Kvennó sem ég hlakka rosa mikið til. Milljónamæringarnir verða að spila, er það ekki bara fínt? Ég vona að það verði ekki jafn mikið brjálæði þar og á árshátíð MR en ég efast nú stórlega um það þar sem Kvennskælingar er almennt talið siðaðra fólk en gengur og gerist.
Ég hlakka allavega mikið til. Sérstaklega til bekkjarpartýisins þar sem ég hef tekið á mig það viðamikla hlutverk að hressa bekkinn minn við. Það hef ég ákveðið að gera með almennu gítarspili og annarskonar skemmtilegheitum, s.s. tjútti. Vona bara að það takist. Nei, ég VEIT að það tekst.