Ææ nú er jólafríið að verða búið og það styttist óðum í heila önn í viðbót af ömurlegum skóla. Ég er nú bara alls ekki til í það. Ég er viss um að ég á ekki eftir að endast þessi þrjú og hálft ár sem eftir eru til að ég geti fengið þetta heimska stúdentspróf mitt. Hvað er til ráða?
Í dag fór ég í skífuna og fékk mér geisladisk fyrir gjafabréfið sem ég fékk frá ömmu. Somthing wrong með Bang Gang varð fyrir valinu og er ég bara nokkuð sátt. Mjög góður diskur. Svo fékk ég Hullabaloo frá systkinum mínum og get náttúrulega ekki verið annað en sátt með það. Og svo Megasardiskinn Loftmynd frá mömmu og honum pápa. Afar sátt með það líka. Enda er Megas snillingur.
Jæja þá er búið að jarða greyið Hannes Hólmstein. Mér finnst það ekkert nema gott á hann. Ég var að horfa á Ísland í dag á stöð 2 þar sem var verið að rakka bókina hans niður m.a. fyrir hroðvirknishátt (skemmtilegt orð). Eftir það fór Bubbi að spila lag og hann sagði svolítið ótrúlega fyndið um Hannes og Ísland í dag fólkið fór alveg í kerfi. Ég hef bara fengið nýtt álit á honum Bubba kallinum þó hann sé nú svolítill plebbi í ædolinu.
Svo eru jólin alveg að skella á. Ég hef ekki verið í miklu jólaskapi allan desember og ég held að það stafi bara af því að ég er ekki mikið jólabarn í mér. Ég hlakka oftast meira til áramótanna. Ekki samt misskilja mig, mér finnst ótrúlega gaman á jólunum þegar þau loksins láta sjá sig en allt þetta jólabrjálæðisstúss fer stundum dálítið í taugarnar á mér.
Ég er búin að vera að þrífa í húsinu síðustu þrjá daga. Og það er nú meira en að segja það að þrífa Ásvallagötu 48. Mér finnst samt skemmtilegra að þrífa þegar það er einhver skítur heldur en að þurrka upp einhver ósýnileg rykkorn eins og ég geri stundum þegar ég er í heimsókn hjá ömmu minni í sveitinni. Það er nú bara þannig að það er alltaf betra að sjá einhvern árangur af starfi sínu.