Jæja.....
Hér sit ég klukkan rúmlega tíu á laugardagsmorgni við tölvuna, vakandi. Ekki sofandi eins og ég hafði fastlega búist við að ég myndi verða því ég ætlaði að sofa til allavega tólf. En nei. Ég var vakin klukkan tíu við símhringingu. Það var kona frá Fréttablaðinu, mínum ágæta vinnuveitanda, að segja mér að það hefði hringt kona sem væri ekki ánægð með útburðinn minn. Hú byggi á Brekkugötu og hefði ekki fengið dagblaðið sitt í dag. Ég sagði: ,,Nú, hvar er Brekkugata?" Því ég hafði bara ekki hugmynd um hvar sú gata er og hafði þar af leiðandi ekki hugmynd um að ég ætti að bera út þar. Mér tókst að koma henni í skilning um það, þó eftir nokkurt þref, og kvaddi. Og það var ekki fyrr en þá sem ég kveikti á perunni, því ég var nú nývöknuð. Ég ber ekki einusinni út um helgar! Bara á virkum dögum.
Þetta Fréttablað er nú ekki alveg að gera sig.