Þessi helgi er búin að vera mjög skrýtin. Henni er reyndar ekki lokið enn, sunnudagurinn náttúrulega eftir en það mun ekki vera mikið um dýrðir þann daginn því ég verð allan daginn í seinni hluta ökuskóla 1. Eins og ég var í allan dag. Mér fannst það samt ekkert svo ofboðslega leiðinlegt, allavega ekki eins leiðinlegt og ég hafði búist við af lýsingum mjög margra að dæma. Kannski vegna þess að ég var að búast við einhverju rosalegu.