Það er komið á hreint. Fjöldamótmæli verða á Austurvelli næstkomandi miðvikudag, 19. maí, í hádeginu kl. 12:10.
Ég hvet alla sem eru búnir að fá sig fullsadda af þessari ríkisstjórn og uppátækjum hennar síðustu misseri til að mæta og láta heyra í sér. Það verður að minna þetta pakk á að Ísland er lýðræðisríki. Það dugir ekki bara að sitja heima og fussa og sveia yfir kaffibollunum. Það verður að gera eitthvað!
Ég hvet líka alla til að láta sem flesta vita af þessu. Koma svo fólk.....>:-|
Hvílík sápa sem íslenska ríkissjórnin er orðin....forsetinn sjálfur bara að sleppa konunglegu brúðkaupi til að geta nýtt neitunarvald sitt og hafnað fjölmiðlafrumvarpinu!
Álit mitt á honum mun ná óþekktum hæðum ef af þessu verður. Hann á nú sitthvað inni eftir útreiðina sem hann fékk á 100 ára afmæli heimastjórnarinnar.