Sumarfríið er komið. Þessi langþráða stund sem ég hef beðið síðan hvað, 22. ágúst 2003 eða svo.....
Og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, nei ekki aldeilis. Ég er búin að gera allskonar skemmtilega hluti á þessum stutta tíma síðan prófin kláruðust.
Mig langaði aðeins að minnast á mótmælin sem ég minntist einnig á í tveimur síðustu póstum. Þau tókust líka svona rosalega vel. Austurvöllur nánast fullur, ég og Egill með trommur og pabbi sjálfur skrifaði og las upp fundarávarpið og stóð sig líka svna rosalega vel. Þið sem ekki mættuð misstuð af miklu. Snillingarnir KK og Bill Bourne spiluðu og sungu með hljóðkerfi sem okkur hafði verið bannað að nota af lögreglunni (sem að öllum líkindum hefur fengið skilaboð að ofan) en KK gaf bara skít í það og notaði hljóðkerfið samt. Svo sást ég í fréttunum, tókuð þið eftir því?
Þá verður spennandi að sjá hvort frethænsnin Davíð og félagar taki eitthvað mark á röddum almúgans. Eða nei, það er ekkert svo spennandi því maður veit alveg að þau munu bara gefa skít í það. En það þýðir sko ekki að gefast upp. Það verða fleiri mótmæli sem ég mun að sjálfsögðu auglýsa hér og hvet ALLA til að mæta.