Þá er enn önnur vika liðin.....
Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Áður en við vitum af verða komin jól. En það er nú bara stuð.
Þessi helgi var alveg ágæt, allavega skemmtilegri en síðasta helgi þegar ég var með ælupest alla laugardagsnóttina. Síðustu helgi fór ég reyndar líka í Borgarnes til hennar Nönnu með ritnefndinni. Það var alveg ótrúlega gaman.
En þessa helgi skrifaði ég mér stórskemmtilegan disk, safnaði mér svolitlum svefni, fór á umhverfissinnafund í Reykjavíkur akademíunni, keypti þeyting með Signýju og Steinvöru og fór í afmælisteiti hjá Soffu og Eddu. Þar var mikið stuð og danshæfileikar mínir í nýstárlegum dansi fengu að njóta sín.
Dagurinn í dag er reyndar klassískur sunnudagur sem býður ekki upp á mikið annað en lærdóm.
Hér er eitt lag af nýja disknum mínum sem ég ætla að tilnefna lag dagsins:
Bottle up and explode - Elliott Smith