kom bróðir minn Bjarki út úr skápnum sem gelgja, ellefu ára og tíu mánaða að aldri. Ég óska honum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og vona að gelgjuárin hans verði honum heillarík og gefandi.
Ég eiginlega hálf gleymdi að ég ætti blogg. Fyrirgefðu blogg.
Ég er að fara í matarboð í kvöld. Ég er svo fullorðin.
Í fyrradag fór ég í ánægjulega heimsókn á ferðaskrifstofu með henni Guggu. Við vorum að sækja um að komast í málaskóla á Spáni næsta sumar. Við ætluðum fyrst til Ítalíu en svo var það ekki að ganga upp. Þá fundum við þennan líka brjálæðislega flotta málaskóla í Malaga. Það verður gaman.