...og hef svosem ekkert út á það að setja. Það er skrýtið að geta skrifað með íslenskum stöfum. Já, þetta var alveg yndislegur mánuður og þvílíkt ævintýri og ég er mjög fegin að hafa gert þetta, maður kynnist svo miklu af allskonar fólki hvaðan sem er úr heiminum (þó að sumar þjóðir séu kannski meira áberandi en aðrar, t.d. Þjóðverjar). Það er mjög gaman að eiga vini æut um allan heim, býður uppá mikla möguleika. T.d. að fara á Októberfest í München eða að djamma með öllu samkynhneigða fólkinu í Brighton í Bretlandi. Og svo var ég mjög dugleg að bjóða fólki í heimsókn til Íslands, helst um áramótin og ég fékk mjög jákvæð svör:
Það er samt mjög gott að vera komin heim. M.a. út af:
-ókeypis yndislegu íslenku vatni beint úr krananum -litlum systkinum sem hlaupa skælbrosandi með hendur á lofti á móti manni á flugvellinum -lítilli systur sem skilur eftir gul blóm í vasa á borðinu manns eftir að hafa lagað voða fínt til þar ásamt bróður sínum -hressandi rigningunni og ferska loftinu -yndislegu vinkonum manns sem maður var búinn að sakna svo mikið -pabba manns sem var í klippingu og er kominn með nýja vinnu -mömmu manns sem getur stytt allar buxurnar sem maður keypti -íslensku lambakjöti með fersku salati sem er ekki útatað í majonesi. Ég hata majones.
Jæja, þetta er það sem er komið í bili. Það er örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Núna ætla ég að fara að ganga frá dótinu mínu og hlaða myndunum inná tölvuna, bless í bili :)
Halló vinir mínir, stórir sem smáir, heimskir sem knáir!
Hédan er allt mergjad ad frétta ad sjálfsogdu. Í dag var sólbadsdagur vid sundlaugina hjá vinkonum okkar sem er betri og staerri en sú vid skólann og thar er líka meira naedi. Minna um kroppasýningar og svoleidis...svo voru tímar sem voru óvenju skemmtilegir í dag og núna eftir 45 mínútur erum vid ad fara nidur í bae ad versla smá og éta á ameríska veitingastadnum Toni Ramos.....eda eitthvad.... Morgundagurinn verdur tekinn snemma, aetlum ad fa okkur churros nidur í bae í morgunmat, versla smá meira OG fara í sólbad. Nýta sídustu dagana thid skiljid. Thannig ad ég aetti ad fara snemma ad sofa í kvold en ég hugsa ad ég geri thad ekki thví ég vil ekki eyda sídustu dogunum mínum hérna í of mikinn svefn thid skiljid. Thannig ad thid skulid ekki láta ykkur bregda thó ég verdi ekki med mikilli medvitund fyrstu dagana eftir ad ég kem heim...og thó, kannski tóri ég á ollu namminu sem ég aetla ad kaupa í fríhofninni.
Jaeja, sídastlidna helgi fórum vid í okkar langthrádu Marokkóferd. Vid fórum svona 9 úr thessum skóla (flest fólk sem vid thekkjum) og svo heil rúta af fólki úr odrum skólum. Thetta var mjog áhugaverd lífsreynsla sem ég hefdi ekki viljad missa af, nú hef ég semsagt komid til Afríku! Ég nenni samt ekki ad skrifa meira um thad thví ég vil hafa frá einhverju ad segja thegar ég kem heim. Ég tók heilan helling af myndum.
Svo er ég eiginlega í tímathrong, vid fengum svo andskoti mikinn heimalaerdóm og ég hef engan tíma til ad gera thad á morgun thannig ad ég segi bara hasta luego, verid thid sael!