Já, Airwaves hátíðin er búin. Það þykir mér leitt. Til þess að reyna að sætta mig við það ætla ég að telja hér upp örfá atriði sem mér fannst ekki skemmtilegt síðustu fjögur kvöld en hafa skal í huga að það vegur engan veginn upp á móti öllu sem var skemmtilegt.
1. Hin viðurstyggilega reykingafýla sem hefur leikið um mig og öll mín föt síðustu daga er nú á hröðu undanhaldi. 2. Það er lagt þangað til ég þarf að bíða í tveggja klukkutíma röð næst. 3. Í næstu viku mun ég fá einhvern svefn.
Og þá er það upptalið.
Í gær var ég bara á Nasa eins og ég sagðist mundi gera og það var ein sú sniðugasta ákvörðun sem ég hef tekið.
Bang Gang voru geðveik, Ratatat var náttúrulega bara snilld og Gus Gus frekar kúl. Svo var hitt alveg ágætt...það sem ég man þ.e.a.s.
Þá eru Airwaves komnar á fullt skrið....og næstum því búið, bara eitt kvöld eftir. En það er líka skemmtilegasta kvöldið sem ég er búin að hlakka til allan tímann. Bang gang, Ratatat og GusGus á einu kvöldi :D
Gærkvöldið vara afar skemmtilegt en einkenndist þó mikið af mér að standa í röð með ókunnugu fólki. Það var forvitnilegt, ágætis leið til að kynnast nýju fólki. Í röðinni fyrir framan Hafnarhúsið þar sem ég beið í svona klukkutíma hitti ég t.d. nokkrar indælar breskar stúlkur og ein þeirra gaf mér alveg magnaðasta hlut sem ég hef nokkurn tíma séð. Það var svona hitapoki sem er eins og tepoki nema pínu stærri með nokkurs konar kornum inní sem eru heit! Svo hélt ég á þessu allt kvöldið og mér var aldrei kalt á höndunum, mér var samt kalt allsstaðar annarsstaðar... En svo týndi ég pokanum. Hann hefði samt orðið gagnlaus því hann er bara heitur í 6 klukkutíma. Ég stefni samt á að hitta þessa konu aftur og fá nýjann....hún átti nefnilega alveg fullt.
Það sem ég sá af tónlist í gær var semsagt alveg geðveikir Dáðadrengjatónleikar á Gauknum, eitthvað smotterí af Juliet and the Licks og svo Hjálmar á Nasa. Ég varð samt fyrir svolitlum vonbrigðum þar sem Steini var í Kína og stóri gaurinn var að syngja og hann syngur bara lög eins og Kindin Einar. En það var samt gaman.
Í gær sá ég Apparat í Hafnarhúsinu og svo einhvern Pétur í Þjóðleikhúskjallaranum og José Gonzáles sem var ótrúlega góður.
Á miðvikudaginn var ég mest á Nasa og sá Jöru, Cotton+1, Funk Harmony Park, Hermigervil og Annie. Þetta var allt saman ágætt, ég ætla ekki að fara að vera með eitthverja gagnrýni og þykjast vita eitthvað um tónlist þar sem ég er bara ekkert góð í því. Annie var samt bara skemmtileg þegar hún tók Heartbeat.
Heyriði ég þarf að fara að læra. Ég get ekki beðið eftir að sjá endursýninguna á Top Model á eftir:D