Ég nefnilega ákvað að vera heima í kvöld. Eða satt að segja var bara ekkert í gangi. Þannig að ég fór í nostalgíu minni að skoða gamlar myndir á síðunni henna Guggu.....Gugga ég veit að ég hef sagt þetta oft en ég ætla samt að segja aftur að myndasíðan þín er sú besta í ÖLLUM heiminum! Hér er t.d. skondnasta mynd sem ég veit um (fyrirgefðu Signý en ég fer bara ALLTAF í hláturskast þegar ég sé þessa mynd, svona svipað og með Sauðlauksdal, hahahahahahaha!). Hún er úr afmælinu mínu í hittifyrrasumar(2004) sem var bara það skemmtilegasta í heimi. Svo fór ég í kjölfarið að lesa gömul blogg og áttaði mig á því að næsta vor verður bloggsíðan mín ÞRIGGJA ára. Ég verð að segja að mér finnst svolítið gróft hvað tíminn líður hratt. Og hvað ég er orðin gömul og allir í kringum mig...en það er bara gaman. T.d. get ég farið á Hróarskeldu næsta sumar. Það gat ég ekki fyrir þremur árum. Og ýmislegt fleira :D
Bless í bili!
P.s. Ég var líka að skoða hressar myndir frá einu stelpupartýi eitt gott kvöld í janúar að mig minnir....ég væri til í annað svoleiðis í nánustu framtíð! Fleiri?