Ég er búin að skrifa 6 bls. félagsfræðiritgerð um fjölveri :D Nú er bara eftir að gera efnisyfirlit, tilvitnanaskrá, heimildaskrá og forsíðu til að ná upp í 8 blaðsíður. Svo þarf ég bara að lesa einhvern helling af greinum fyrir munnlegt enskupróf og redda einhverju glötuðu íslenskuhópverkefni sem gildir heilan helling. Hópmeðlimir mínir og ég ætluðum að vera í e-mail sambandi yfir helgina til að klára það og ég sendi minn hluta á föstudag og nú er komið sunnudagskvöld og ég hef bara ekkert heyrt í þeim...Jæja, ætli ég reddi þessu ekki bara í gatinu mínu á morgun svo maður fái nú einhvern svefn.
Annars er ég bara reddý fyrir enn eina stútfulla viku af lærdómi af því að ég er með skemmtileg plön í bígerð fyrir næstu helgi. Það verður síðasta gleðin í mínu lífi áður en verkefnaskil og próf munu endanlega taka yfir geðheilsu mína.
Gærkvöldið mitt var mjög skemmtilegt, takk fyrir mig! :)
Heyriði, til gamans, þá ætla ég gera smá könnun og biðja alla sem ramba hér inná og lesa þetta að kasta kveðju í kommentakerfið, jafnvel þó að þið þekkið mig ekki neitt og ég ekki ykkur. Ok?
Mér finnst fólk engan veginn nógu duglegt við að kommenta þessa dagana. Það er af sem áður var. Ég man hér í eina tíð þegar ég fékk yfir 100 komment á einu og sömu færsluna, sem fjallaði um lúða að mig minnir. Gömlu góðu dagarnir....já, fólk hafði ekki mikið við tímann sinn að gera.
Ég skal hins vegar fúslega taka eitthvað af ábyrgðinni í minn hlut. Færslurnar mínar hafa nefnilega í gegnum tíðina þróast frá því að vera há-málefnanlegar vangaveltur um ýmis áhugaverð umræðuefni sem fólk fann sig knúið til að reifa skoðanir sínar á yfir í að vera...tjahh...yfirlýsingar mínar um hvað ég hlakka mikið til helgarinnar, hvað ég ætla að gera um helgina, hvað ég gerði um helgina og hvað ég ætla að gera næstu helgi og jafnvel þar næstu helgi.
Sem minnir mig á það. Það vill svo skemmtilega til að á morgun er föstudagur sem þýðir að það er helgi í uppsiglingu. En ég hef ákveðið að bregða út af vananum og segja ykkur ekki hvað ég ætla að gera. Fyrir utan að ég fer í klippingu á morgun.
Mig grunar að þetta sé með leiðinlegri færslum sem ég hef skrifað. Hún er orðin frekar löng miðað við að ég hef ekkert að segja. Greyið þið sem eruð ennþá að lesa. En þið getið nú bara sjálfum ykkur um kennt. Jæja, ég ætla nú samt, í sárabætur fyrir ykkur, að skrifa niður þrjú uppáhalds orðin mín um þessar mundir.
1. Hnossgæti
2. Laukrétt
3. Sauðlauksdalur
Þig getið skemmt ykkur yfir þessu ef þið hafið húmor eitthvað í líkingu við minn sem ég viðurkenni að er örlítið lúðalegur. Hahaha ég er svo mikill lúði. Mér finnst það gaman. Bless í bili.
Ég er í biðstöðu...eins og svo oft vill henda mannfólkið og þá aðallega mig. Það er sko þegar maður er að bíða eftir einhverju sem er samt ekki alveg strax en maður hefur samt eiginlega ekki tíma til að gera neitt á meðan nema bara hanga. Maður gæti samt alveg gert eitthvað eins og t.d. læra allt sem er eftir að læra en þá sannfærir maður sjálfan sig um að það bara sé einfaldlega ekki tími. Svo það er ekkert í stöðunni annað en að hanga. Sem er fínt. Og skrifa blogg um ekki neitt. Sem er fínt.
Ég ætla að segja litla gleðisögu úr lífi mínu. Það var í dag að ég tölti glöð í bragði áleiðis að þýskustofunni í minn síðasta tíma þennan daginn, fékk mér sæti og hóf spjall við samnemendur mína. Svo bara leið og beið og ekki kom kennarinn, hann Bernd þýski, sem er reyndar mikill áhugamaður um sveppi. Svo varð klukkan korter yfir tíma ooooog....við máttum fara heim!
Heyriði það sem ég var að bíða eftir er að byrja, veriði bless!