Gærkvöldið var hresst...dagurinn í dag er það hinsvegar ekki.
Lag helgarinnar:
Ensími - Arpeggiator
P.s. Það er til folk.is/tussurnar, folk.is/tussurnar2, folk.is/tussurnar3 OG blog.central.is/tussurnar. Ég hef ekki komist til þess að rannsaka fleiri afbrigði af þessu mjög svo einkennilega veffangi. Frumleikinn alveg...
Vá, hvað það var gaman í gær...ég ætti oftar að halda óformlegar samkomur sem enda á MR tebói eða einhverju álíka með tilheyrandi danssporum. Teknar voru um 300 myndir, hehe (samt fór myndavélin ekki með í Brokey) og munu þær örugglega líta dagsins ljós á veraldarvefnum með tímanum (samt kannski ekki alveg allar...það tæki örugglega viku).
Annars er ég með gleðifréttir. Miklar, miklar gleðifréttir ef að líkum lætur. Fyrirhugaðir eru tónleikar meeeeeeð...Trabant, og eins og það sé ekki nóg eitt og sér, en Hjálmar sem og Mugison munu líka stíga á svið þetta sama kvöld, á Nasa! Herlegheitin munu eiga sér stað þann 15. desember næstkomandi....þá eru held ég flestir búnir í prófum en reyndar eru fullt af jólaböllum á þessum tíma svo það er spurning, hvað ætlar fólk að gera til að fagna próflokum og jólafríi?
Hugsið málið vandlega...ég er farin að kaupa laugardagsnammi og lesa sjálfsævisögu Nelsons Mandela.
Eins og glöggir lesendur hafa eflaust veitt athygli þá er ég búin að breyta útliti þessarar síðu lítið eitt (eyddi auðvitað tíma í það sem ég hefði átt að vera að eyða í eitthvað allt, allt annað). Svo uppfærði ég linkalistann og setti loksins inn link á mína fyrstu myndasíðu sem ber heitið rostungur66, undir marglitaða linknum myndirnar mínar. Þangað eru komin heil fimm albúm.