Ég bjó til mesta gleðiblogg í heimi um daginn en það neitaði að birtast...síðan þá hef ég verið í fýlu út í bloggið mitt, en ég er óðum að jafna mig. Eins og margur veit þá er jólafríið hafið hjá okkur flestum og það er kúl. Jólin eru eftir minna en viku og ég á eftir að gera allt. En það er nú bara gaman....
Hahahahahahaha.....ég elska þessar manneskjur! Þær eru uppáhaldið mitt. Ég fór einmitt á jólaball með þeim á Sælukoti í fyrradag. Það var gaman og jóló, minnti á gamla tíma, dansað kringum jólatré og svona. Svo er Sælukot náttúrlega leikskóli hipp og kúl fólksins!
Skemmtilegt lag: Devendra Banhart - This Beard is for Siobahn
Ég varð allt í einu svo spennt...jóla og jólafrísspennt....enda er stutt í þetta, aðeins jólarhringur....JIBBÝÝÝÝÝÝ!!! Þetta er held ég það spenntasta sem ég hef verið í desember sko. Á svona einu augnabliki á ég við. Eins og myndin ætti að sýna. Ég hef svo miklar væntingar til jólafrísins, og svo koma náttúrulega áramót. Þau eru best.Og náttúrulega jólin líka.
Hér er smá listi, ég bara verð að gera lista, þetta er kjörið augnablik fyrir lista, svona kjörið augnablik fyrir lista hefur ekki komið upp í manna minnum held ég! Þetta er s.s. það sem ég mun gera frá og með morgundeginum kl. 17:30 (sumt verður reyndar að bíða þar til daginn eftir þegar félagar mínir standa í sömu sporum og ég):
dansa af gleði
hlusta óáreitt á jólalög og syngja með
fara á fullt fullt af tónleikum, þ.á.m. jólagraut Trabant, Hjálma og Mugisons á Nasa á föstudaginn
hljómsveitarstússast, æfa mig á hljómborð
reyna að finna hljómsveitarnafn
mála myndir af Gleðikindinni Kómel
jólaföndra kort og svoleiðis
eyða endalausum tíma með vinkonum
fara út að borða
kaupa mér jólaföt og jólasnyrtidót
spóka mig í bænum
heimsækja ömmu og afa
gera fínt og jólaskreyta
Æ heyriði...ég nenni ekki meir en jú get mæ poínt! Það verður s.s. gaman. Vonandi hitti ég ykkur öll! Gleði, gleði alla tíð.
"Já, þannig hljómaði sagan af því þegar hann Sússi kom heiminn í. "
Vissuð þið að Jennifer Lopez gaf sínum fyrrverandi, Ben Affleck, og nýju konunni, Jennifer Garner, vöggugjöf í tilefni fæðingar barnisins þeirra? Það var hvorki meira né minna en gjafakarfa handa barninu. Þetta kom fram í dágóðri klausu í einhverjum fjölmiðlinum í gær, Fréttablaðinu eða Blaðinu, og stærðarinnar mynd af Jennifer Lopez fylgdi með.
Ófáar andvökunætur síðustu vikur hafa átt rætur sínar að rekja til vangaveltna minna yfir því hvort, og þá hvað í ósköpunum Jennifer hafi hugsað sér að gefa nýfæddu barni síns fyrrverandi og nöfnu sinnar. Ég er viss um að það sama á við um ykkur. Nú getur okkur öllum liðið betur, vitandi að það var gjafakarfa.