Ég hef aldrei verið í jafn mikilli fýlu á ævi minni. Það hjálpar mjög að skrifa niður blótsyrði.
Ég vaknaði í morgun, staulaðist á lappir með hausverk síðan í gær, ekkert til í morgunmat nema vont kornfleks, blaðið ekki komið, náði strætó, sat í honum í hálftíma, labbaði inn í skólann og það fyrsta sem ég sé er að bjáninn hann Aron er veikur svo fyrsti tími fellur niður. Svo er ég í gati í næsta tíma og þarf ekki að mæta aftur fyrr en 11:20! Eftir þann tíma er ég svo aftur í gati og fer svo í einn tíma og er búin kl. 16:10. Pælið í sóun á góðum degi. Svo er ég eiginlega ekki með neinar bækur svo ég get ekki lært neitt að ráði....ekki það að mig langi eitthvað mikið til þess eða myndi eitthvað gera það þó ég væri með bækur. Svo ég sé ekkert annað í stöðunni en að hanga í tölvunni og hlusta á hann Filippus þangað til ég fer í World Class eftir svona klukkutíma.
En ok, lítum á björtu hliðarnar...................................uuuu................það er föstudagur á morgun....og ég náði tölvu......og ég á afmæli eftir minna en tvo mánuði. Og bráðum koma páskar. Bob Dylan verður á Hróarskeldu.....ég ætla að klára að mála á vegginn hans Egils í dag......ég fer í pizzupartý í kvöld....horfi mjög líklega á Aðþrengdar eiginkonur.....bráðum kemur vorið....þá ætla ég í sveitina að liggja úti á túni og naga strá og labba upp á fjall og kíkja hinumegin...nánar tiltekið 28. maí þegar ég er búin að fara í inntökupróf í Myndlistaskólann í Reykjavík. En fyrst held ég upp á afmælið mitt sem verður villt.
Jæja, nú er ég komin í gott skap svo ég ætla að fara að reyna að læra svo ég hafi tíma til að gera allt sem ég ætla að gera í dag :D
Lag augnabliksins er lagið sem ég er að hlusta á akkúrat núna: Mazzy Star - Fade Into You (fallegt lag sem Egill setti inn á spilarann minn í gær)
Lag dagsins: Animal Collective - Grass (skemmtilegt lag sem mun ef til vill hljóma á Hróarskeldu)
Haha! Ég verð aðeins að vitna hérna í blogg Gunnhildar systur minnar (sem reyndar er ekki mjög virkt og þess vegna er ekki linkur, ha Gunnildur ha!?)
"Þegar ég var svona 4 ára eða eitthvað.. Þá bað Bróðir minn min um að gera sér greiða og þá fór ég að leita að bursta eða greiðu...Svo kom ég með bursta til Bjarka og það var þá sem ég fattaði að að gera manni greiða er ekki að Gefa manni Greiðu.... Haha..."
Þessi annars ágæta Gunnhildur er að baka köku sem er gott um leið og það er slæmt því hún bakaði líka í gær og ég át svona helminginn.....svo þið munuð líklega sjá meira af mér næstu daga...hohohohohohoho....