Þetta er búið að vera alveg einstaklega góður dagur. Enda er þetta síðasti dagurinn fyrir páskafrí. Reyndar er ég að fara í einhverja glataða ferð frá 12 til 5 lengst út á Reykjanes. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að fara að gera þar. En ég veit hvað ég ætla að gera eftir það! Þá ætla ég að fara að vinna, skunda svo heim á leið og fara út í nýfagurteppalagða skúrinn okkar, snilldarlega gert af honum Agli, á meðan ég eyddi vikunni í 3 x ritgerðarskrif og 2 x prófafyrirlær, og dunda mér þar fram eftir kvöldi. Svo væri ekki úr vegi að kíkja á eins og eina tónleika.
Nú styttist í páskadag. Það er einn besti dagur ársins af því að páskadagur er eini dagurinn þar sem réttlætanlegt er að gera ekkert annað allan daginn en að borða súkkulaði. Ég er að velta fyrir mér að taka smá svona súkkulaðiföstu þessa einu viku sem eftir er þangað til dýrðardagurinn rennur upp, bara svona til að friða samviskuna.
Jæja, þetta var nú innihaldsríkt blogg. Ég hef bara ekkert annað að gera því ég er í gati og er tæknilega séð búin að vera í gati síðan kl. 9 þannig að þetta er án efa einn tilgangslausasti dagur þessara annar. En það er nú bara gaman.
Eigið gott páskafrí :)