Mig langar svooo að prófa að vera úti í geimnum í lofttæmi. Svo lengi sem ég hefði sérhannað salerni til að notast við meðan á því stæði.
Það er fyndið að sitja í heitri sólinni og lesa á sama tíma um innri gerð sólarinnar og kjarnahvörf sem þar eru að eiga sér stað í 15 milljón gráðu hita.
Það er bara yfir höfuð undarlegt að læra undir stjörnufræðipróf. Sitja og lesa um endalok alheimsins eins og hverja aðra kennslubók. Sofna jafnvel yfir því...hmmhm...
Það er samt alveg gaman. Ég vildi bara að einbeitingin mín næði yfir lengra tímabil í einu. Við erum að tala um svona þrjár mínútur í einu. En það er ekkert skrýtið af því að ég hef svo mikið annað að hugsa um. Það er nefnilega að koma SUMARFRÍ á morgun hjá mér. Hallelúja.
Dagurinn í dag er sannkallaður merkisdagur. Það er vegna þess að á þessum degi, 8. maí árið 1987, fæddist ég við hátíðlega athöfn á ríkisspítalanum í Danmörku. Á þeim 19 árum sem liðin eru frá fæðingu minni hef ég tekið ýmsum breytingum, aðallega hvað varðar hæð og þyngd. Í dag er ásýnd mín eins og á myndinni hér fyrir ofan.
Í dag ætla ég bara að gera það sem mér finnst skemmtilegt, fyrir utan að læra smá heimspeki, en það verður gert úti í garði í sólinni svo það verður eiginlega sjálfkrafa skemmtilegt. Svo er gengur þetta þrennt fyrir: fara í búðir með mömmu, grilla hambó úti í garði og fara og fá mér þeyting.
Hmmm.....lag afmælisdagsins?
Ætli ég segi ekki bara...Soul Meets Body með Death Cab for Cutie af því að ég era ð hlusta á það núna. Annars bara öll lög í heiminum.