Ég veit ekki alveg hvað er að mér...nú er föstudagur, ég er komin í sumarfrí og fór í tilefni af því niður í bæ í gær að gera mér glaðan dag. Engu að síður er ég glaðvakandi núna og klukkan er svo mikið sem átta. Ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera. Ég þori auðvitað ekki að hringja í neinn...ætli málið sé ekki bara að slást í hópinn gamla fólksins í Vesturbæjarlauginni þar sem það virðist vera sólskinsbjart :) Taka kannski nokkrar æfingar í vatnsleikfimi...
Ég trúi því eiginlega varla sjálf en það er komið sumarfrí hjá mér og það er ekki langt undan hjá flestum sem ég þekki :D
Í dag ákvað ég að vera dugleg og mér tókst að gera tvennt af því leiðinlega sem ég þarf að gera sem er búið að hanga yfir mér öll prófin. Það var að skila ofurskuldugum bókasafnsbókum og ná í skattkort. Ekki nóg með það, heldur fórum ég og Egill að kaupa liti fyrir vegginn hans áðan eftir að hafa labbaði nokkra stóra hringi í kringum Skrúðgarða Reykjavíkur.
Svo tekur bara við hamingja og meiri hamingja, sérstaklega þegar allir sem ég þekki geta samglaðst mér í hamingjunni og eins og ég sagði þá er ekki langt í það! Gangi ykkur vel í síðustu prófunum þið sem eigið eitthvað eftir, þið hafið sko eitthvað til að hlakka til, jebb jebb.