Aaaahhhh.....það er alltaf notalegt að koma heim, jafnvel þó maður hafi bara verið í burtu í tvær nætur.
Ég verð bara að segja að ættarmót eru alveg stórkostlegt fyrirbæri. Sérstaklega Stapalaukaættarmót. Ég á marga skemmtilega ættingja sem ég skemmti mér með alla helgina. Það var skemmtilegt. Niðurstaða: mjög skemmtileg helgi að baki. Góður matur, ágætt veður, gómsæt ber, falleg sveit, góðar kökur, krúttlegir litlir frændur og frænkur, mikið nammi, söngur og gítar og tjútt. Ættarmótsboðflennan sem herjað hefur á íslensk ættarmót í sumar. Varhugaverð, getur brugðið sér í flestra kvikinda líki og gengur fram með dónaskap og óviðeigandi athugasemdum sem eru oft fyrir neðan beltisstað. Erfitt að bera kennsl á hana í fyrstu en þegar hún er komin í gírinn er sjaldnast um að villast. Ekki hefur tekist að finna ráð gegn þessum óæskilega gesti en löðrungar og spörk í sköflunginn eða á aðra viðkvæma staði hafa gefið góða raun.
Hohoho...ég fór ekkert aftur út í skúr eftir vinnu í gær, ég fór á kaffihús. Með valinkunnum Melabúðingum. Ég fór hins vegar út í skúr í dag. Og í skólanum teiknaði ég ekki aðeins kassa heldur líka hús og stól. Jájájá. Það var ansi skemmtilegt.
Ég var að koma heim úr skólanum, trallallallala.....og nú er ég að fara út í skúr, sjibbýýý...og svo fer ég í vinnuna, úje...og síðan aftur út í skúr, mjá!