Mig grunar að Depeche Mode dúdarnir eigi alla syntha í heiminum. Ég er nefnilega búin að vera að surfa á vintagesynth.org í leit að hinum fullkomna syntha fyrir mig og það bregst ekki að Depeche Mode eru skráðir sem notendur að þeim öllum....ÖLLUM. Nema kannski 2-3. Og þetta eru ekki fáir synthar skal ég segja ykkur og ábyggilega ekki mjög ódýrir. En það skilar sér nú í tónlistinni. Eða það finnst mér allavega.
En jæja, ég þarf að fara að finna hann Egil og fara í smá leiðangur með viðkomu í hinum ýmsu hljóðfærabúðum, allavega tveimur listasöfnum og föndurbúð.
Kisinn minn hrýtur eins og hann sé geitungur. Það er frekar óþægilegt af því geitungar stinga. Kisur stinga ekki. Sérstaklega ekki þegar þær eru sofandi.
En jæja, ég þarf að fara að sofa, maður á víst að mæta í skólann á morgun...