På torsdag

 

Hitt og þetta

Egill
Ingólfur
Saga

MyndirSkemmtilegt dótarí
Listed on BlogShares


Í gamla daga
03/30/2003 - 04/06/2003 04/06/2003 - 04/13/2003 04/13/2003 - 04/20/2003 04/20/2003 - 04/27/2003 04/27/2003 - 05/04/2003 05/04/2003 - 05/11/2003 05/11/2003 - 05/18/2003 05/18/2003 - 05/25/2003 05/25/2003 - 06/01/2003 06/01/2003 - 06/08/2003 06/08/2003 - 06/15/2003 06/15/2003 - 06/22/2003 06/22/2003 - 06/29/2003 06/29/2003 - 07/06/2003 07/06/2003 - 07/13/2003 07/13/2003 - 07/20/2003 07/20/2003 - 07/27/2003 07/27/2003 - 08/03/2003 08/10/2003 - 08/17/2003 08/17/2003 - 08/24/2003 08/24/2003 - 08/31/2003 08/31/2003 - 09/07/2003 09/07/2003 - 09/14/2003 09/21/2003 - 09/28/2003 10/05/2003 - 10/12/2003 10/12/2003 - 10/19/2003 10/19/2003 - 10/26/2003 10/26/2003 - 11/02/2003 11/02/2003 - 11/09/2003 11/09/2003 - 11/16/2003 11/16/2003 - 11/23/2003 11/23/2003 - 11/30/2003 11/30/2003 - 12/07/2003 12/07/2003 - 12/14/2003 12/14/2003 - 12/21/2003 12/21/2003 - 12/28/2003 12/28/2003 - 01/04/2004 01/04/2004 - 01/11/2004 01/18/2004 - 01/25/2004 01/25/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 02/08/2004 02/08/2004 - 02/15/2004 02/15/2004 - 02/22/2004 02/22/2004 - 02/29/2004 02/29/2004 - 03/07/2004 03/07/2004 - 03/14/2004 03/14/2004 - 03/21/2004 03/21/2004 - 03/28/2004 03/28/2004 - 04/04/2004 04/11/2004 - 04/18/2004 04/25/2004 - 05/02/2004 05/02/2004 - 05/09/2004 05/09/2004 - 05/16/2004 05/16/2004 - 05/23/2004 05/30/2004 - 06/06/2004 06/06/2004 - 06/13/2004 06/20/2004 - 06/27/2004 07/04/2004 - 07/11/2004 07/25/2004 - 08/01/2004 08/15/2004 - 08/22/2004 08/29/2004 - 09/05/2004 09/05/2004 - 09/12/2004 09/12/2004 - 09/19/2004 09/19/2004 - 09/26/2004 09/26/2004 - 10/03/2004 10/03/2004 - 10/10/2004 10/17/2004 - 10/24/2004 10/24/2004 - 10/31/2004 10/31/2004 - 11/07/2004 11/07/2004 - 11/14/2004 11/14/2004 - 11/21/2004 11/21/2004 - 11/28/2004 11/28/2004 - 12/05/2004 12/05/2004 - 12/12/2004 12/12/2004 - 12/19/2004 12/19/2004 - 12/26/2004 12/26/2004 - 01/02/2005 01/02/2005 - 01/09/2005 01/16/2005 - 01/23/2005 01/23/2005 - 01/30/2005 01/30/2005 - 02/06/2005 02/06/2005 - 02/13/2005 02/20/2005 - 02/27/2005 02/27/2005 - 03/06/2005 03/06/2005 - 03/13/2005 03/20/2005 - 03/27/2005 03/27/2005 - 04/03/2005 04/17/2005 - 04/24/2005 05/01/2005 - 05/08/2005 05/08/2005 - 05/15/2005 05/15/2005 - 05/22/2005 05/22/2005 - 05/29/2005 06/05/2005 - 06/12/2005 06/19/2005 - 06/26/2005 06/26/2005 - 07/03/2005 07/03/2005 - 07/10/2005 07/10/2005 - 07/17/2005 07/17/2005 - 07/24/2005 07/24/2005 - 07/31/2005 07/31/2005 - 08/07/2005 08/07/2005 - 08/14/2005 08/14/2005 - 08/21/2005 08/21/2005 - 08/28/2005 09/04/2005 - 09/11/2005 09/11/2005 - 09/18/2005 09/18/2005 - 09/25/2005 09/25/2005 - 10/02/2005 10/09/2005 - 10/16/2005 10/16/2005 - 10/23/2005 10/23/2005 - 10/30/2005 10/30/2005 - 11/06/2005 11/06/2005 - 11/13/2005 11/13/2005 - 11/20/2005 11/20/2005 - 11/27/2005 11/27/2005 - 12/04/2005 12/04/2005 - 12/11/2005 12/11/2005 - 12/18/2005 12/18/2005 - 12/25/2005 12/25/2005 - 01/01/2006 01/01/2006 - 01/08/2006 01/08/2006 - 01/15/2006 01/15/2006 - 01/22/2006 01/22/2006 - 01/29/2006 01/29/2006 - 02/05/2006 02/05/2006 - 02/12/2006 02/12/2006 - 02/19/2006 02/19/2006 - 02/26/2006 02/26/2006 - 03/05/2006 03/05/2006 - 03/12/2006 03/12/2006 - 03/19/2006 03/19/2006 - 03/26/2006 03/26/2006 - 04/02/2006 04/02/2006 - 04/09/2006 04/09/2006 - 04/16/2006 04/16/2006 - 04/23/2006 04/23/2006 - 04/30/2006 04/30/2006 - 05/07/2006 05/07/2006 - 05/14/2006 05/14/2006 - 05/21/2006 05/21/2006 - 05/28/2006 05/28/2006 - 06/04/2006 06/04/2006 - 06/11/2006 06/11/2006 - 06/18/2006 06/18/2006 - 06/25/2006 06/25/2006 - 07/02/2006 07/02/2006 - 07/09/2006 07/09/2006 - 07/16/2006 07/16/2006 - 07/23/2006 07/23/2006 - 07/30/2006 07/30/2006 - 08/06/2006 08/06/2006 - 08/13/2006 08/13/2006 - 08/20/2006 08/20/2006 - 08/27/2006 08/27/2006 - 09/03/2006 09/03/2006 - 09/10/2006 09/10/2006 - 09/17/2006 09/24/2006 - 10/01/2006 10/08/2006 - 10/15/2006 10/15/2006 - 10/22/2006 10/22/2006 - 10/29/2006 11/05/2006 - 11/12/2006 11/19/2006 - 11/26/2006 11/26/2006 - 12/03/2006 12/03/2006 - 12/10/2006 12/10/2006 - 12/17/2006 12/17/2006 - 12/24/2006 12/24/2006 - 12/31/2006 12/31/2006 - 01/07/2007 01/07/2007 - 01/14/2007 01/21/2007 - 01/28/2007 01/28/2007 - 02/04/2007 02/11/2007 - 02/18/2007 02/18/2007 - 02/25/2007 02/25/2007 - 03/04/2007 03/11/2007 - 03/18/2007 04/08/2007 - 04/15/2007 04/29/2007 - 05/06/2007 05/27/2007 - 06/03/2007 06/10/2007 - 06/17/2007 06/17/2007 - 06/24/2007 06/24/2007 - 07/01/2007 07/08/2007 - 07/15/2007 08/12/2007 - 08/19/2007 11/25/2007 - 12/02/2007 12/02/2007 - 12/09/2007 12/09/2007 - 12/16/2007 12/16/2007 - 12/23/2007 12/23/2007 - 12/30/2007 01/27/2008 - 02/03/2008 02/03/2008 - 02/10/2008 02/10/2008 - 02/17/2008 03/09/2008 - 03/16/2008 03/23/2008 - 03/30/2008 04/13/2008 - 04/20/2008 08/03/2008 - 08/10/2008 08/10/2008 - 08/17/2008 10/19/2008 - 10/26/2008 11/09/2008 - 11/16/2008 02/21/2010 - 02/28/2010 03/07/2010 - 03/14/2010 03/14/2010 - 03/21/2010 03/21/2010 - 03/28/2010 05/09/2010 - 05/16/2010 05/23/2010 - 05/30/2010 06/20/2010 - 06/27/2010


[=Powered By=]


[=Designed By=]
    torsdag, juli 12, 2007  

Í morgun vaknaði ég við kunnuglegt hljóð því það rigndi eins og hellt væri úr fötu fyrir utan gluggann minn. Ég ákvað þá að leggjast í dvala þangað til um miðjan desember eða svo. En mér fannst sniðugra að fara fyrst á klósettið. Það var eins gott því þá rann upp fyrir mér ljós. Rigninginn fyrir utan gluggann minn var jú einmitt bara fyrir utan gluggann minn. Það eru nefnilega kallar að laga húsið mitt og þeir voru ad sprauta með háþrýstidælu á hæðinni fyrir ofan. Eftir þessa uppgötvun tók ég gleði mína á ný og gerði mig til fyrir fallegan, íslenskan sumardag.

Eins og margir vita líklega þá kom ég heim úr ferðalaginu mínu fyrir tveimur dögum en síðustu átta dögunum eyddi ég í tjaldi mitt í nýlega mynduðu stöðuvatni á Hróarskeldu í Danmörku. Þar hlustaði ég á ljómandi góða tónlist og drakk bjór. Ólíkt ótalmörgum Íslendingum sem voru á sömu slóðum og ég lét ég ekki miður notalega veðráttuna á mig fá, enda erum við í PTC hörkutól og sannir Íslendingar. Sjö nætur kúrðum við í tjaldinu við stöðuvatnið sem óx jafnt og þétt eftir því sem leið á hátíðina. Við urðum okkur úti um gúmmíönd að nafni Ísadóra sem fékk að synda þar en bara þegar við vorum nærri, annars hefði henni verið rænt.

Á fimmtudeginum vorum við að þrotum komnar, enda búnar að vaða drullu upp að hnjám í fjóra daga. Þá opnaði tónleikasvæðið, við fórum á nokkra góða tónleika og fengum lífsviljann á ný sem entist út hátíðina. Jafnvel þó að þegar við komum heim var himinninn fokinn af tjill- og dóttjaldinu okkar og allt dótið okkar rennandi blautt. Við fólk sem fór heim þá nótt segi ég nú bara: þið misstuð af miklu. Og eruð aumingjar.

En jæja, kannski að ég hripi niður nokkur orð um tónleikana sem ég fór á sem mér fannst bestir.

Á fyrstu tónleikunum sá ég eina af mínum uppáhaldshljómsveitum, Arcade Fire. Hún varð einmitt í byrjun aðallega þekkt fyrir að vera klikkuð lifandihljómsveit. Ég fór í pyttinn og reyndi að púlla íslendinginn á það og troða mér fremst en það reyndist mér ómögulegt svo ég horfði á úr semi-fjarlægð og stóð á tánum. Það kom ekki að sök, þó ég hefði kannski viljað sjá aðeins meira. Þetta voru geðveikir tónleikar. Þau eru svo fáránlega öflug á sviði og tóku flest lögin sem ég vildi heyra. Ég var hamingjusöm eftir þessa tónleika.

Svo var það ekki fyrr en á sunnudeginum að ég sá hina uppáhaldshljómsveitina mína á þessari hátíð, Beirut. Hún samanstendur af 21 árs gömlum kana-trompetleikara og hljóðfæravinum hans en Kani þessi fór í ferðalag um heiminn, kom svo heim og samdi lög á plötu. Tónleikarnir þeirra voru í Astoria sem er nýtt og mjög kúl svið á hátíðinni af því það er svo miklu meiri nálægð við tónlistarmanninn. Ég var líka næstum því fremst svo ég sá allt. Það var gaman. Beirut spilar hamingjusama tónlist með allskonar hljóðfærum eins og trompetum og öðrum blásturshljóðfærum, ukulele, tambúrínu og banjó. Ég hélt kannski að það væri erfitt að koma svona tónlist vel til skila á tónleikum því það eru svo mörg hljóðfæri sem þarf að magna upp en það tókst alveg fullkomlega. Og þau voru öll að springa úr gleði og röddin hans kanans er alveg mögnuð þó hún passi engan veginn við gaurinn sjálfan sem er svolítið strákslegur. Hann var allavega að skemmta sér vel og fékk sér skot úr pelanum sínum á milli laga. Svo voru blöðrur og sápukúlur fljótandi um loftið. Sem sagt mikil hamingja. Ég fór líka hamingjusöm út af þessum tónleikum. Og get ekki beðið eftir nýja diskinum hans.

Svo var líka geðveikt á Timbuktu sem er sænskur rappari og á Björk auðvitað var ég að springa úr þjóðlegri hamingju. Svo sá ég osom bítboxara.

Jæja, nóg af tónlistarlegri gagnrýni. Núna þarf ég að fara að laga til. Gestir í kvöld, jeijj!

   [ POSTED BY Au� @ 3:30 PM ] [ ]